Þann 8. maí síðastliðinn stóð Defend Iceland fyrir umræðuviðburðinum 404 Villa! Happy Hour fannst ekki, í samstarfi við miðstöð stafrænnar nýsköpunar (EDIH-IS), þar sem netöryggi, stafræn landamæri og áhrif gervigreindar voru krufin af bæði sérfræðingum og áhugafólki.

Berglind Helgadóttir, Anton Már Egilsson, Bjarni Örn Kærnested og Ottó Freyr Jóhannsson.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

Viðburðurinn vakti athygli fyrir opna og gagnrýna umræðu um stöðu Íslands í netöryggismálum en markmiðið var að ýta undir umræður um þörf á upplýsingagagnsæi og nánari samstöðu í samfélaginu þegar kemur að netvörnum.

Bæring Logason og Sóley Kaldal.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

Í pallborði voru Guðmundur Arnar Sigmundsson (forstöðumaður CERT-IS), Gyða Bjarkadóttir (heiðarlegur hakkari hjá Defend Iceland), Erlingur Erlingsson (hernaðarsagnfræðingur) og Bæring Logason (upplýsingaöryggisstjóri hjá ISAVIA) og Sóley Kaldal stýrði umræðum.

Hákon L. Akerlund, Daði Gunnarsson, Guðmundur Arnar Sigmundsson og Pétur Eyþórsson.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

Þátttakendur sögðu að Ísland megi ekki einblína eingöngu á ákveðna aðila eða ríki þegar kemur að netógnunum og að netárásir séu sífellt fjölbreyttari og oft á gráu svæði hvað varðar uppruna og tilgang.

Eyjólfur Eyfells og Ingunn Sigurpálsdóttir.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

Yfirheiti pallborðsins var „Ávallt viðbúin, aldrei tilbúin. Hvernig verndum við stafræn landamæri Íslands?“

„Áhættuvitund fólks nær ekki lengra en það sem það þekkir,“ sagði Gyða Bjarkadóttir.

Hörn Valdimarsdóttir og Stefanía Berndsen.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

Margir þátttakendur sögðu einnig að öryggisáhættur tengdar gervigreind væru það sem þeir misstu helst svefn yfir, bæði vegna mögulegrar misnotkunar og líka hversu hratt landslagið þróast.

María Kristín Guðjónsdóttir, Bryndís Bjarnadóttir og Bæring Logason.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

Einnig var rætt um hlutverk stjórnarráðsins og lögðu þátttakendur áherslu á að netöryggi væri ekki einungis á ábyrgð hins opinbera. Einkafyrirtæki þurfi sömuleiðis að axla aukna ábyrgð og efla eigin varnir.

Ingvar Örn Ingvasson og Gunnhildur Birna.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

„Lög og reglur um eftirlitsaðila voru einnig gagnrýnd fyrir að hindra opið samtal um netógnir og var bent á að þetta lokaði á dýrmætt lærdómsferli milli ólíkra aðila. Í stað þess að læra hvert af öðru og bæta kerfið í sameiningu, séum við að endurtaka sömu mistökin – aftur og aftur,“ segir í tilkynningu.

Theódór Ragnar Gíslason og Sigurður Þórarinsson.
© Hulda Margrét (Hulda Margrét)

Viðburðurinn var fyrsti af röð viðburða sem Defend Iceland stendur fyrir til að efla vitund og umræðu um netöryggi á Íslandi.