Ný kynslóð Lexus RX sportjeppans verður frumsýnd hjá Lexus í Kauptúni á laugardaginn. RX er flaggskip sportjeppalínu Lexus og hefur bíllinn notið vinsælda á Íslandi.
Lexus RX verður kynntur í þremur útgáfum. RX 350h er hygbrid-bíll með 2,5 lítra vél sem skilar 245 hestöflum. Hann er 8 sekúndur frá 0 - 100 km/klst. Þessi útgáfa er fáanleg í þremur útfærslum, Comfort, EXE og Luxury.
RX 450h+ PHEV er tengiltvinnútgáfa bílsins. Vélin er 2,5 lítra og til samans skila rafmótor og bensínvélin 306 hestöflum og bíllinn er 6,5 sekúndur frá 0 - 100 km/klst. Drægni á rafmagni í Plug-in útfærslunni er 69 km samkvæmt WLTP mælingunni. Útfærslurnar eru tvær, EXE og Luxury.
RX 500h er fyrsti Hybridbíllinn frá Lexus með túrbínu. Vélin skilar 371 hestafli og bíllinn er aðeins 5,9 sekúndur frá 0 -100 km/klst.
Sýningin á nýjum Lexus RX verður opin frá kl. 12 – 16 á laugardaginn og borðið verður upp á reynsluakstur.