Það var mikið um að vera í Nekkehal sýningarhöllinni í Mechelen í Belgíu nýverið en þangað var bílablaðamanni Viðskiptablaðsins boðið til að skoða nýjustu Toyota og Lexus bílana sem frumsýndir voru. Bílablaðamenn víðs vegar að úr heiminum voru þar samankomnir til að skoða herlegheitin.
Ný og endurbætt Toyota Corolla Cross var m.a. kynnt til leiks. Þetta er ekki ný kynslóð bílsins heldur einungis „facelift“ en með ýmsum uppfærslum á innanrými og útliti bílsins. Bíllinn hefur fengið sportlegra útlit en áður og breytingarnar eru vel heppnaðar hjá hönnuðum Toyota.
Eins og með RAV4 og Aygo X kemur einnig sportlegri GR útfærsla af Corolla Cross. Bíllinn er í boði með 1,8 og 2.0 lítra tvinnvélum. 2 lítra vélin skilar 197 hesötflum og togið er 190 Nm. Toyota Corolla Cross er búin fimmtu kynslóðar tvinnkerfi Toyota sem búið er nýjum, aflmeiri og hljóðlátari rafmótorum. Aflið er fínt og mun hljóðlátari CVT skipting.
Nánar er fjallað um málið í sérblaði Viðskiptablaðsins, Bílar. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.