Bæjarráð Blönduós hefur samþykkt að hefjast handa við undirbúning byggingu sundlaugar á Blönduósi. Þessi ákvörðun var tekin á síðasta fundi  bæjarráðs á árinu 2006 með tveimur atkvæðum en einn fulltrúi sat hjá. Þetta kemur fram á heimasíðu Blönduós.

Í fundargerð bæjarráðs frá 28. desember segir að fá eigi kostnaðarmat  og hönnunarvinnu á mismunandi útfærslu útilauga miðað við 16,7 x 10 metra, einn til tvo heita potta, vaðlaug, rennibraut ofl.

Gert er ráð fyrir að laugin verði byggð þar sem nú er bílastæðaplan fyrir íþróttahús enda er húsið byggt með það í huga að búningsklefar verði samnýttir við útilaug.