20 ára afmælisútgáfa Tucson

Sportjeppinn Hyundai Tucson fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir en alls hafa verið framleiddar rúmlega sjö milljónir eintaka fyrir alla helstu markaði heims.

Hyundai á Íslandi hélt á dögunum upp á 20 ára afmæli bílsins með kynningu á sérstakri afmælisútgáfu hans sem er í tengiltvinnútfærslu með 1,6 lítra og bensínvél sem skilar 252 hestöflum. Bíllinn er með fjórhjóladrifi og með allt að 63 km drægni á rafhlöðunni.

Nýr Hongqi kynntur til leiks

Nýr Hongqi EHS7 Premium var kynntur með viðhöfn hjá BL á dögunum. Hinn kínverski Hongqi kom inn á markaðinn sem nýtt vörumerki hjá BL árið 2022 og hefur vakið athygli enda stór og mikill lúxusjeppi hér á ferðinni.

Nýi sportjeppinn Hongqi EHS7 Premium býður upp á allt að 460 km drægni. Hann er með 619 hestafla rafmótor og 85 kWh rafhlöðu. Hröðun úr kyrrstöðu er einungis 3,9 sek./klst. og dráttargetan eitt og hálft tonn auk þess sem bíllinn er búinn varmadælu sem nýtist vel yfir vetrartímann.

Nánar er fjallað um málið í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.