Það var mikið um að vera í Nekkehal sýningarhöllinni í Mechelen í Belgíu nýverið en þangað var bílablaðamanni Viðskiptablaðsins boðið til að skoða nýjustu Toyota og Lexus bílana sem frumsýndir voru. Bílablaðamenn víðs vegar að úr heiminum voru þar samankomnir til að skoða herlegheitin.

Ný útfærsla af rafbílnum bZ4X var frumsýndur bílablaðamönnum í Nekelen sýningarhöllinni. Þetta er fyrsti rafbíll Toyota sem kom fyrst á markað fyrir tveimur árum. Hann kemur nú með nafninu bZ4X Touring og er stærri og lengri en áður. Farangursrýmið verður 33% stærra en í hefðbundnum bZ4X.

Touring verður einnig með meiri dráttargetu. Hann er með öflugt fjórhjóladrif. Drægni bZ4X Touring verður 560 km samkvæmt WLTP staðli. Stóru endurbæturnar eru líka að fjöldi hraðhleðsla, úr 10–80 prósentum, á sólarhring er fjölgað úr tveimur í 3,8. Hleðsluhraðinn er aukinn úr 80 í 100 prósent. Það mun taka um klukkustund að hlaða bílinn. bZ4X verður með prósentuskjá á rafhlöðustigi í mælaborðinu.

Nánar er fjallað um málið í sérblaði Viðskiptablaðsins, Bílar. Áskrifendur geta lesið umfjöllunina í heild hér.