Nýr Toyota C-HR verður frumsýndur á morgun en um er að ræða aðra kynslóð bílsins. C-HR var fyrst kynntur til sögunnar árið 2016.

Nýi C-HR er vel búinn tækninýjungum frá Toyota, meðal annars fimmtu kynslóð tengiltvinnakerfis, nýjustu útgáfu af Toyota Safety Sense-öryggiskerfinu og vönduðu margmiðlunarkerfi með 12,3 tommu snertiskjá.

Á sýningunni á laugardaginn verður tengiltvinnaútgáfa bílsins sýnd. Hann fæst framhjóladrifinn með 1.8 og 2.0 vél og einnig fjórhjóladrifinn með 2.0 vél. Í næsta mánuði bætist enn við í C-HR línu Toyota þegar C-HR PHEV, tengiltvinnabíllinn kemur til landsins.

Frumsýningin á verður í Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Akureyri og Selfossi frá klukkan 12-16.