Ford kynnti nýjan Capri sportjeppa á dögunum. Bíllinn er með allt að 592 km hámarksdrægni á rafmagninu. Ford vekur nafnið Capri aftur upp af dvala en um er að ræða fullrafmagnaðan sportjeppa.
Gamli Capri var hins vegar sportbíll í coupe stíl sem gerði það prýðilegt í Evrópu hér á árum áður. Sá bíll kom á markað 1969 og var framleiddur til ársins 1987.
Ford kynnti nýjan Capri sportjeppa á dögunum. Bíllinn er með allt að 592 km hámarksdrægni á rafmagninu. Ford vekur nafnið Capri aftur upp af dvala en um er að ræða fullrafmagnaðan sportjeppa.
Gamli Capri var hins vegar sportbíll í coupe stíl sem gerði það prýðilegt í Evrópu hér á árum áður. Sá bíll kom á markað 1969 og var framleiddur til ársins 1987.
Hinn nýi Ford Capri er öllu stærri enda sportjeppi en það er sannarlega skemmtilegt að Ford endurveki Capri nafnið. Nýi bíllinn er með sportlegt útlit eins og sá gamli þótt ólíkir séu en sá nýi hefur nútímalega tæknina algerlega fram yfir. Innréttingin er m.a. með 14,6 tommu aðgerðarskjá.
Bílinn er byggður á MEB undirvagni Volkswagen. Hann er framleiddur í verksmiðju Ford í Köln í Þýskalandi en systurbíllinn Explorer er framleiddur á sama stað og er einmitt með eins MEB grunni líka.
Afturhjóladrifinn Capri með einum rafmótor skilar 286 hestöflum og bíllinn er 6,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið. Fjórhjóladrifsgerðin er með tveimur rafmótorum sem skila bílnum 340 hestöflum. Sá bíll er 5,3 sekúndur í hundraðið. Dráttargeta bílsins er 1,2 tonn.
Hleðslutíminn er sagður vera 26 mínútur fyrir 10-80% hleðslu. Hann er búinn Lithium-ion NMC rafhlöðu með 77 kWh fyrir afturhjóladrif og 79 kWh fyrir fjórhjóladrif.
Capri er 4.634 mm langur og með innbyggt dráttarbeisli.Farangursrýmið er 572 lítrar. Þá er 17 lítra geymslurými á milli framsætanna.
Fjallað var um Ford Carpi í sérblaðinu Bílar, sem fylgdi Viðskiptablaðinu í síðustu viku.