Mercedes-Benz hefur kynnt til leiks nýjan eSprinter og er hann væntanlegur til Íslands í byrjun næsta ár. Sprinter er stærsti bíllinn í sendibílalínu framleiðandans.

Nýr eSprinter er fjölhæfasti og skilvirkasti rafsendibíll Mercedes-Benz og er með uppgefna allt að 400 km drægni á rafmagninu samkvæmt WLTP staðli.

Rafmótor eSprinter er afar skilvirkur og verður í boði bæði 100 kW og 150 kW. Hann kemur með mismunandi stærðum rafhlaðna, sen sú stærsta er 113kWh og skilar 400 kílómetra drægni.

eSprinter mun einnig koma í tveimur lengdarútfærslum. Sendibíllinn státar af miklu innanrými en rafgeymastæðan er undir gólfi bílsins og gengur því ekki á rýmið að innan. Hleðslurýmið er því óbreytt miðað við hefðbundinn díselbíl. Bíllinn mun bjóða upp á afar samkeppnishæfa burðargetu og er leyftð heildarþyngd allt að 4,25 tonn.

Nýr eSprinter er mjög tæknivæddur sendibíll og býður nú upp á m.a. MBUX afþreyingarkerfið frá Mercedes-Benz. Bakkmyndavélin er baksýnisspegli bílsins. Vel er hugað að ökumanni og bæði sæti og aðgengi eru með allra þægilegasta móti. Nýr eSprinter er að sjálfsögðu með öllum þeim þæginda- og öryggisbúnaði sem einkennir Mercedes-Benz.

Flagg­skip ört stækk­andi rafsendi­bíla­flota Mercedes-Benz

Mercedes-Benz Sprin­ter, sem hinn nýi eSprinter er byggður á, er vin­sæl­asti at­vinnu­bíll þýska bíla­fram­leiðand­ans. Sendi­bíll­inn kom fyrst á Evr­ópu­markað árið 1995 og hefur verið vinsælasti bíll á Íslandi í flokki stórra sendibíla ásamt því að hafa verið vinsælasti hópferðabíll í sínum flokki í um árabil.

Nýr eSprinter er flaggskip ört stækkandi rafsendibílaflota Mercedes-Benz sem hefur sett sér það að markmiði að allur bílafloti framleiðandans verði rafmagnaður fyrir árið 2030.