Glænýr Ford Puma er kominn á markað hér á landi. Bíllinn er smár en knár og getur margt þrátt fyrir smæðina.
Puma er með nýja háþróaða 1,0 lítra EcoBoost mild hybrid bensínvél sem skilar góðum afköstum, lægri eldsneytiseyðslu og minni CO2 losun.
Vélin skilar bílnum 125 hestöflum sem er prýðilegt fyrir smábíl eins og Puma. Eyðslan er frá 5,5 lítrum á hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda og CO2 losun frá 125 g/km.
Hönnunin á Puma er stílhrein og snjallar lausnir og nýstárleg tækni gera mikið fyrir bílinn og aksturinn. SYNC 4 upplýsingakerfið er snjallt og ásamt Ford Pass Connect er hægt að nýta marga þjónustu og eiginleika sem gera aksturinn og afþreyingu skemmtilegri.
Ford Puma hefur ýmsa nýstárlega eiginleika sem auka akstursánægjuna. Hjálpartækni eins og valfrjálsar akstursstillingar og Ford Co-Pilot360 vinna saman að því að stjórna hröðun og hemlun ef með þarf. Þetta hefur einnig í för með sér virka akstursstýringu, árekstrarvara og stýrisaðstoð. Nýr Ford Puma kostar frá 4.550.000 kr. og fæst hjá Brimborg.