Nýr Volkswagen ID.7 var einnig kynntur til leiks hjá Heklu í byrjun árs. Þetta er nýjasti meðlimur ID fjölskyldunnar frá þýska bílaframleiðandanum. Hinn nýi ID.7 hefur farið sigurför um heiminn og var meðal annars valinn bíll ársins í Þýskalandi í flokki premium bíla.

Rafbíllinn ID.7 er fallega hannaður fólksbíll með hallandi þaklínu og sem gerir hann sportlegan ásýndar. Þetta er hin svokallaða coupe hönnun sem er alltaf flott. ID.7 er með allt að 612 km drægni samkvæmt WLTP staðli. Volkswagen ID.7 notar nýjan rafmótor á afturhjólunum sem skilar 286 hestöflum sem er fínasti kraftur. Innréttingin í ID.7 er mikið til gerð úr endurunnum efnum.

Bíllinn er vel búinn lúxus og er m.a. með rafmagn og nudd í framsætum.

Bíllinn er með stóran 15” skjá í innanrýminu með upplýsinga- og afþreyingarkerfi þar sem hægt að stjórna öllum aðgerðum.

Hægt er að fá bílinn með Panorama þaki sem gert er úr sérstöku ,,snjöllu” gleri sem getur orðið gegnsætt með því að ýta á hnapp. Þetta er svipaður fítus og í Porsche Taycan.

Bíllinn er vel búinn akstursog öyrggisbúnaði. Hann hlaut 5 stjörnur í öryggisprófunum hjá EURONCAP. Þetta er bíll sem mun klárlega keppa við Tesla Model 3, BMW i4 og Polestar 2. Þá hefur Volkswagen tilkynnt að station útgáfa af ID.7 sé einnig á leiðinni.