Raf­út­gáfa af G jeppanum var frum­sýnd í Banda­ríkjunum og Kína í lok apríl. G jeppinn, eða Geländewa­gen – sem þýðir ekkert annað en sveita­jeppi á frum­málinu, hefur verið fram­leiddur frá því í febrúar 1979.

Nýr G jeppi knúinn jarðefnaeldsneyti var frumsýndur mánuði áður og því fátt kom á óvart hvað útlitið varðar. Breytingarnar á útliti hans frá eldri gerð fólu meðal annars í sér minni loftmótstöðu en í eldri gerð.

Raf­út­gáfa af G jeppanum var frum­sýnd í Banda­ríkjunum og Kína í lok apríl. G jeppinn, eða Geländewa­gen – sem þýðir ekkert annað en sveita­jeppi á frum­málinu, hefur verið fram­leiddur frá því í febrúar 1979.

Nýr G jeppi knúinn jarðefnaeldsneyti var frumsýndur mánuði áður og því fátt kom á óvart hvað útlitið varðar. Breytingarnar á útliti hans frá eldri gerð fólu meðal annars í sér minni loftmótstöðu en í eldri gerð.

Útlitsbreytingar á rafbílnum eru nokkrar til viðbótar og eingöngu til að bæta loftmótstöðuna. Þær helstu eru að framendi rafútgáfunnar er hærri en á hefðbundna jeppanum til að bæta loftstreymið yfir framrúðuna auk lítils vindskeiðs fyrir ofan framrúðuna.

Tvær breytingar á rafjeppanum eru helst sjáanlegar. Hægt að fá grill með ljósum á rafútgáfuna sem minnkar loftmótstöðuna eitthvað. Í stað varadekks er hægt að fá box með hleðsluköpplum. Boxið er 10 kíló en varadekkið 40-50 kíló.

Þeir hjá Mercedes vita að kaupendurnir eru margir íhaldssamir og vilja hinn raunverulega G. Því ætlum við að spá því að flestir, ef ekki langflestir, G jeppar í rafútgáfu verði með hefðbundnu grilli og flestir velji gamla góða grillið. Sem breyttist reyndar núna. Hann er með fjórum röndum í stað þriggja í bílnum sem kom á markað árið 2018.

Sérstakt grill er í boði í rafútgáfunni. Það er með innbyggðri lýsingu. Þegar bíllinn er hlaðinn blikkar það rólega. Eins þegar hann er opnaður og honum lokað.

587 hestöfl

Rafbíllinn heitir MercedesBenz G 580. Í eina tíð hjá Mercedes, þá Daimler, gaf nafnið til kynna hversu stór vél var í bílnum. Í rafútgáfunni segir númerið 580 til um hestaflafjöldann. Reyndar eru hestöflin 587 og kílóvöttin 432.

Drægnin er allt að 473 kílómetrar. Upplýsingakerfi bílsins reiknar út hvernig best er að hlaða hann. Til dæmis getur verið fljótlegra að hlaða tvisvar í stað einu sinni á lengri leiðum og hægt er að stilla hvar þú ert að hlaða m.t.t. kostnaðar. Hleðslutíminn úr 10% hleðslu í 80% er hraðastur 32 mínútur en bíllinn getur mest tekið 200 kílóvött inn á sig.

Rafjeppinn er 3,09 tonn að þyngd, aðallega vegna 116 kílóvatta rafhlöðunnar. Til samanburðar er næstþyngsti bíllinn í fjölskyldunni, G63 AMG, „aðeins“ 2,64 tonn.

Jafn mikill jeppi

Forsvarsmenn Mercedes fullyrða að rafútgáfan sé ekki síðri torfærubíll en þeir sem knúnir eru áfram af jarðefnaeldsneyti. Fjórir rafmótorar knýja dekkin fjögur áfram. Tölvan í bílnum stýrir aflinu út í dekkin en ökumaðurinn getur stillt á lægra drif. Jeppinn getur tekið heilhring á lausu undirlagi, svokallaða G-beygju.

Rafhlaðan er sérstaklega varin og Mercedes segir að rafútgáfan geti keyrt yfir 85 sentimetra hátt vatn, 15 sentimetrum hærra en AMG útgáfan.

Boxið er hitt sérkenni rafjeppans. Það er mun léttara en varadekkið. Það er ekki stórt og aðeins pláss fyrir hleðslusnúrurnar.

Vel búinn kostar 29,9 milljónir

Samkvæmt upplýsingum frá Öskju, umboðsaðila MercedesBenz á Íslandi, verður aðeins hægt að fá svokallaða „First Edition“ útgáfu af jeppanum fram í febrúar á næsta ári.

Fyrstu bílarnir koma í sumarlok og kosta 33,9 milljónir króna. Hins vegar mun G580 í Power útgáfu, sem er mjög vel útbúinn bíll, fást á 29,9 milljónir króna frá febrúar á næsta ári.

Díselútgáfan lækkar í verði, meðal annars vegna minni loftmótsstöðu. Hún mun kosta rétt undir 40 milljónum króna.

G 63 AMG kostar rétt undir 60 milljónum króna. Nýi rafjeppinn er 2 hestöflum öflugri en AMG jeppinn.

Því er ekki óhugsandi að nýr G jeppi gæti höfðað til mun stærri kaupendahóps en áður. Það er hins vegar svo að Askja fær aðeins um 10 bíla á ári til sölu á Íslandi.

Umfjöllunin birtist í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins, sem kom út 8. maí.