Nýjasti G-Class, G-Wagen eða Geländewagen er kominn til landsins. Hann er í raun þriðja kynslóðin af lúxusútgáfunni af jeppanum. Jeppinn kom fyrst á markað árið 1979 en lúxusútgáfan fór í framleiðslu árið 1990.

Jeppanum var mikið breytt árið 2018 þegar hann var bæði lengdur og breikkaður. Breikkunin nam 121 millimetra og lengingin 53 millimetrum. Með stækkuninni skapaðist rými fyrir nútímatæknibúnað og aðbúnaður bílstjóra og farþega stórbatnaði.

Hvað er þá eiginlega nýtt?

Stærsta breytingin nú er rafútgáfan, G 580, en fyrstu bílarnir eru væntanlegir til landsins í sérstakri Edition One útgáfu á næstu vikum. Við munum fjalla um hann þegar þar að kemur.

Bakhluti G vagnsins er nokkurn veginn nákvæmlega eins og áður.
Bakhluti G vagnsins er nokkurn veginn nákvæmlega eins og áður.

Við fengum að prófa nýja bílinn í G 450d útgáfu. Við ókum eldri gerðinni G 400d á dögunum og við erum enn minnugir þess að hafa prófað G 350d í Graz í Austurríki fyrir nokkurn veginn nákvæmlega tíu árum.

Liturinn á reynsluakstursbílnum er æði sérstakur en skemmtilegur. Hann nefnist classic grey.
Liturinn á reynsluakstursbílnum er æði sérstakur en skemmtilegur. Hann nefnist classic grey.

G 350 var 241 hestafl, G400d voru 330 hestöfl en sá nýi er 367 hestöfl. Á þessu er ekki sjónarmunur heldur grundvallarmunur fyrir svo þungan bíl, sem vegur nú 2.560 kíló.

Vélin í G 450d er uppfærðra sex sílendra vélin úr forveranum. Hún er línuvél og kom ný árið 2018 í G 400d. Og er í einu orði sagt stórkostleg.

Fjallað er um Geländewagen eða G vagninn í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins. Umfjöllun um rafútgáfu bílsins verður í blaði sem kemur út í lok nóvember. Áskrifendur geta lesið blaðið hér.