Hekla frumsýnir á morgun, laugardag, nýjan og stærri Skoda Kodiaq. Sportjeppinn kom fyrst á markað árið 2017 og hefur notið þokkalegra vinsælda. Hann var meðal annars útnefndur Besti fjölskyldubíllinn af Top Gear-tímaritinu þegar hann kom á markað.

Kodiaq verður nú fáanlegur með tengiltvinnmöguleika með rúmlega hundrað kílómetra drægni á rafmagni og er enn rúmbetri og betur búinn en forveri hans. Drægni á rafmagni er allt að 118 km í tengiltvinnútgáfu samkvæmt WLTP staðlinum. Tengiltvinnvélin skilar bílnum 204 hesötflum og hámarsktog er að 250 Nm.

Hekla frumsýnir á morgun, laugardag, nýjan og stærri Skoda Kodiaq. Sportjeppinn kom fyrst á markað árið 2017 og hefur notið þokkalegra vinsælda. Hann var meðal annars útnefndur Besti fjölskyldubíllinn af Top Gear-tímaritinu þegar hann kom á markað.

Kodiaq verður nú fáanlegur með tengiltvinnmöguleika með rúmlega hundrað kílómetra drægni á rafmagni og er enn rúmbetri og betur búinn en forveri hans. Drægni á rafmagni er allt að 118 km í tengiltvinnútgáfu samkvæmt WLTP staðlinum. Tengiltvinnvélin skilar bílnum 204 hesötflum og hámarsktog er að 250 Nm.

Dráttargeta Kodiaq er allt að 2,3 tonn og er bíllinn þar að auki framhjóladrifinn. Kodiaq býðst einnig með tveggja lítra bensínvél sem skilar 195 hestöflum og hámarkstog er 400 Nm. Kodiaq með bensínvélinni er einnig fjórhjóladrifinn.

Í bílnum eru leðursæti og rafstýrt bílstjórasæti með sætaminni Nýr Kodiaq er fáanlegur 7 manna. Bíllinn kemur í tveimur útfærslum Selection og Style sem er dýrari útfærslan.