Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, segir að nýr alrafmagnaður Jeep jeppi, sé væntanlegur á markað innan skamms.

Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, segir að nýr alrafmagnaður Jeep jeppi, sé væntanlegur á markað innan skamms.

Stellantis er fjölþjóðlegur bílaframleiðandi sem varð til árið 2021 með sameiningu hins ítalska-franska fyrirtækis Fiat Chrysler Automobiles (FCA) og franska fyrirtækisins PSA Group. Auk Jeep framleiðir Stellantis m.a. Abarth, Alfa Romeo, Chrysler, Citroën, Dodge, DS, Fiat, Lancia, Maserati, Opel, Peugeot, Ram, and Vauxhall.

Wall Street Journal greinir frá því að Stellantis hafi verið gagnrýnt fyrir að bjóða upp á frekar dýra rafmagnsbíla á Bandaríkjamarkaði. Ódýrasti rafmagnsbíllinn sem Stellantis selur í Bandaríkjunum í dag er Fiat 500e, sem kostar 32.500 dollara. Fyrirtækið selur aftur á móti ódýrari rafmagnsbíla á öðrum mörkuðum, sem dæmi kostar Citroën e-C3 23.300 evrur (25.000 dollara) í Evrópu.

Nýi Jeep-rafmagnsjeppinn verður svar Stellantis við þessum gagnrýnisröddum og mun hann kosta um það bil 25 þúsund dollara í Bandaríkjunum.