Hann var fyrst kynntur til leiks árið 1991 sem arftaki 3ja dyra Bronco jeppans og er Explorer enn framleiddur fyrir Ameríkumarkað og er nú í sinni sjöttu kynslóð. En nú er öldin önnur og Ford hefur ákveðið að gefa nýjum raf magnsjeppa sem smíðaður er í Þýskalandi sama nafn.

Samanburður við hinn ameríska Explorer er algjörlega óþarfur að öðru leyti og best að rýna í það sem þessi, á margan hátt, magnaði evrópski rafmagns jeppi hefur fram að færa

Virkilega krafmikill

Það er kannski betra að tala um sportjeppa þar sem stærð Ford Explorer er nær þeim stærðarflokki, eða jeppling með krafta sportbíls. Hann býr svo sannarlega yfir eigin leikum sem einkenna góðan sportbíl; hann er snöggur upp og liggur vel í beygjum svo fátt eitt sé nefnt. Hann er t.a.m. aðeins 5.3 sekúnd ur upp í hundraðið og geri aðrir jeppar betur. Hestöflin eru líka 340 talsins sem er feykinóg og það er yfir litlu að kvarta þegar þessi magn aði rafmagnsjeppi er ekinn. Greinilegt að Ford hefur hér búið til mjög svo öflugan og samkeppnishæfað raf magnsjeppa. Explorer er líka f jórhjóladrifinn sem ætti að gleðja kröfuharða og veghæð in er 20,2 cm.

Innanrýmið er stílhreint og ný nálgun í staðsetningu miðjustokksskjásins virkar vel.

Ný nálgun í innréttingu Ford hefur einnig tekist að hann mjög svo flottan bíl sem sker sig aðeins út í rafbílaflór unni. Framljósin mynda f lottann vinkil yfir framend an þar sem feikistórt Ford merkið ræður ríkjum. Loft inntakið fyrir kælinguna er þar undir og hjálpar við að mynda einskonar ramma utan um merkið.

Explorer kemur í tveimur útfærslum, Select og Premi um, og var síðarnefndi bíln um reynsluekið. Hann er með 20” álfelgum, Bang & Olufsen hljómtækjum með 10 hátölur um ofl. Annars er bíllinn vel útbúinn í staðalbúnaði, meðal annars sport framsæti með mjóbaksnuddi í bílstjórasæti, lýsingu í hurðarhandföng um og mörgu fleria.

Ford fer aðrar leiðir en margir í inn réttingunni með vali á stað setningu á 14,6” hreyfanleg um snertiskjánum, en hann er mun neðarlega en gengur og gerist fyrir rafbíla.

Á margan hátt flott hönnum, þar sem skjánum er hægt renna upp og þá myndast hólf þar undir sem hægt er að læsa. Hins vegar í bíl þar sem margar stillingar eru í skjánum þarf ökumaður að taka augun af veginum þegar t.d. stilla á hita í sætum.

Afturendinn er vel heppnaður og yfir Ford merkinu að aftan er Explorer í flottum svörtum stöfum.
Góð veghæð er á Explorer og þá líta 20” álfelgurnar flott út

Framúrskarandi akstureiginleikar

Í raun er hægt að segja að akstursupplifunin hafi verið mjög góð. Akstureiginleikar Explorer eru að mínu mati framúrskarandi; hann er mjúkur og þægilegur í akstri, kraftmikill og þá er innan rýmið stílhreint og látlaust. Vindskeiðin að aftan gefur bílnum sportlegt útlit. og ný nálgun í upplýsinga skjánum vennst vel.

Ambient-lýsingin sem er í Premium útfærslunni gefur innanrýminu fallegan blæ og þá eru sætin, bæði fram og aftur sætin, þægileg og rúmgóð.

En þá er komið að drægninni, sem er stórt atriðið þegar rafmagnsbílar eru annars vegar. Bíllinn var reynsluekinn í krefjandi aðstæður er orku notkun varðar, frá -7 gráðum og niður í -11. Uppgefin drægni er sögð 532 km með 17,1 kWh orkunotkun en meðaltalið í reynsluakstrinum var 24,1 kWh sem gerði það að raundrægnin varð fyrir vikið mun minni.

Verð fyrir Ford Ex plorer Premium er 9.290.000 kr. en með styrk frá Orkusjóði 8.390.000 kr.

Vindskeiðin að aftan gefur bílnum sportlegt útlit.

Ford Explorer Premium LR AWD

» Orkugjafi: 79 kWh

» Drægni: 532 km

» Hestöfl: 340

» Tog: 684 Nm

» Hröðun 0-100: 5,3 sek.

» Verð: 9.290.000 kr.

» Umboð: Brimborg