Nýr Skoda Enyaq verður kynntur á sérstakri sumarsýningu Heklu á morgun, laugardag. Vinsæli fjölskyldubíllinn Skoda Enyaq hefur nú fengið nýtt útlit og er enn betur búinn en áður.

Þá verður nýtt og betra verð á Audi Q6, auk sértilboðs á Volkswagen ID.4 GTX, einnig kynnt.

Bíllinn kemur með fjórhjóladrifi og allt að 539 km drægni á rafmagni samkvæmt WLTP staðli. Með 175kW hraðhleðslu næst allt að 80% hleðsla á einungis 28 mínútum.

Skoda Enyaq er rúmgóður með allt að 585 lítra farangursrými. Hann býður upp á lyklalaust aðgengi og snjallforrit sem gerir ökumanni kleift að forhita bílinn áður en lagt er af stað. Rafknúið ökumannssæti með nuddi bætir síðan við auknum þægindum.

„Við erum mjög spennt að kynna nýjustu kynslóð af Skoda Enyaq, sem hefur selst í yfir 700 eintökum síðan hann var fyrst kynntur árið 2021. Nýjasta kynslóðin er betur búinn en áður og hefur fengið uppfært útlit sem verður í takt við framtíðar rafmagnsbíla frá Skoda,“ segir Jón Kristófer Jónsson, vörumerkjastjóri Skoda og Audi á Íslandi.