Forstjóri Cantor Fitzgerald, Howard Lutnick, sem nýkjörinn forseti Donald Trump hefur valið sem viðskiptaráðherra, er í samningsferli um kaup á húsi fréttaþular Fox News, Bret Baier, í Washington D.C.

Samkvæmt The Wall Street Journal áætlar Lutnick að ganga frá kaupunum á Frakklandsstílshúsinu, sem staðsett er í Foxhall-hverfinu, fyrir áramót.

Trump tekur við embætti í byrjun janúar en öldungardeild bandaríkjaþings þarf að samþykkja skipun Lutnick.

Baier og eiginkona hans, Amy Baier, settu eignina á sölu í fyrra og var ásett verð 31,9 milljónir Bandaríkjadala á síðasta ári. Samkvæmt fasteignasíðunni Zillow hefur verðmiðinn lækkað í tæpar 30 milljónir dala.

Baiers-hjónin keyptu 1,5 hektara lóðina árið 2018 fyrir 5,4 milljónir dala og vörðu um 25 milljónum dala í að byggja nýtt um 1.510 fermetra hús með fimm svefnherbergjum.

Þó að samningsverð Lutnick liggi ekki fyrir, segja fasteignasalar að viðskiptin gætu slegið met í D.C.-svæðinu, en það er nú 24 milljón dala sala á húsi í Georgetown árið 2007.