Bílabúð Benna frumsýnir nýjan og stórglæsilegan Porsche Cayenne Turbo GT í Porsche salnum á Krókhálsi 9 á laugardag milli 12-16.

Nýr Cayenne Turbo GT er 740 hestafla sportjeppi sem er aðeins 3,6 sekúndur upp í 100 kílómetra hraða. Hámarkstog er 950 Nm og hámarkshraði bílsins er 305 km/h. Þessi öflugi sportjeppi er með sportbílagenin í blóðinu enda hreinræktaður Porsche. Bíllinn er með tengiltvinnavél, V8 turbo bensínvél og öflugri rafhlöðu sem gefur honum þetta feykilega afl.

Bílabúð Benna frumsýnir nýjan og stórglæsilegan Porsche Cayenne Turbo GT í Porsche salnum á Krókhálsi 9 á laugardag milli 12-16.

Nýr Cayenne Turbo GT er 740 hestafla sportjeppi sem er aðeins 3,6 sekúndur upp í 100 kílómetra hraða. Hámarkstog er 950 Nm og hámarkshraði bílsins er 305 km/h. Þessi öflugi sportjeppi er með sportbílagenin í blóðinu enda hreinræktaður Porsche. Bíllinn er með tengiltvinnavél, V8 turbo bensínvél og öflugri rafhlöðu sem gefur honum þetta feykilega afl.

Cayenne Turbo GT er glæsilegur að utan með kraftmikilli og straumlínulagaðri hönnun sem sportjeppar Porsche eru þekktir fyrir. Innanrýmið einkennist af fágaðri hönnun og vandað er til verka eins og venjan er hjá þýska sportbílahönnuðinum í Stuttgart.

Porsche Cayenne kom fyrst á markað árið 2002 og hefur verið afar vinsæll í flokki lúxus sportjeppa allar götur síðan. Porsche hefur framleitt alls þrjár kynslóðir af Cayenne á þessum 22 árum. Porsche Cayenne Turbo GT kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2021 og nú kemur hann með tengiltvinnvél með enn meira afli sem gerir hann að sannkölluðum ofur sportjeppa.