XM er mjög krafta­legur á að líta og gefur fyrir­heit um hvað koma skal í akstrinum. Upp­lýst tví­skipt grillið er ein­kenni BMW og M-deildin hefur látið setja mjó dag­ljós framan á bílinn sem lúkkar mjög kúl. Hliðar­svipurinn er flottur og stíl­hreinn. Að aftan­verðu eru tvö sex­hyrnd M-púst­rör á­berandi og um­lykjandi aftur­ljósin og bretta­kantarnir kalla fram styrka á­sýnd. Það er allt mjög pott­þétt hér eins og vænta má frá BMW og M-deildinni þar á bæ.

M Loun­ge í aftur­sætunum

Bíllinn er með mikilli lúxus­á­sýnd í innan­rýminu og þar er allt sem á að ein­kenna fyrsta flokks lúxus­bíl. Þykk leður­sætin með upp­lýstum M merkjum í höfuð­púðunum, og upp­lýst loft­klæðning ljá bílnum lúxus­blæ. Skemmti­leg stemnings­lýsing gefur enn meiri stemningu í innan­rýminu. M Loun­ge-rýmið aftur í er í­burðar­mikið. Það er ekkert slor að sitja aftur í í þessum sport­jeppa. Aftur­sætin eru með ó­líkindum pláss­mikil og þægi­leg. Það eru meira að segja tveir koddar sem fylgja með ef far­þegar vilja slaka sér­lega vel á. Rúðurnar eru dekktar. Nýtt leður með gamaldags á­ferð skreytir hurðar­klæðningar og mæla­borð. Þetta efni er nú í fyrsta skipti notað í BMW. Sam­felldur sveigður M-snerti­skjár er á­berandi í stjórn­rými öku­manns. Hann sam­einar 12,3 tommu mæla­skjá og 14,9 tommu stjórn­skjá með snerti­stjórnun. Skjárinn er þægi­legur og ein­faldur í notkun. Þessi skjár er á­kveðið augna­yndi eins og margt annað í innan­rými bílsins.

BMW
BMW

Ný 4,4 lítra V8 vél undir húddinu

XM er knúinn af nýrri 4,4 lítra V8 vél með tvö­faldri for­þjöppu og raf­hlöðu. Átta strokka vélin er tengd við 25 kWh raf­hlöðu sem knýr raf­mótor sem er tengdur átta gíra sjálf­skiptingu bílsins og sendir gríðar­legt aflið til allra fjögurra hjólanna í gegnum M x­Dri­ve drifrás BMW. Heildar­af­köst eru 653 hest­öfl og 800 Nm tog, en raf­mótorinn getur skilað 194 hest­öflum á eigin spýtur í allt að 10 sekúndur (af­ganginn af tímanum er hann með 161 hest­afl) og 450 Nm tog. 4,3 sekúndur í hundraðið. XM er með allt að 80 km drægni á raf­magninu en eftir það tekur hin afl­mikla 8 strokka bensín­vél við með til­heyrandi M-hljóði sem gefur akstrinum enn meiri dýpt. XM er 4,3 sekúndur úr kyrr­stöðu í hundrað. M1 og M2 hnapparnir á stýrinu gera öku­manni kleift að stilla aksturinn eftir eigin höfði. Hægt er að stilla drif, undir­vagn, stýri, hemla og aldrifs­kerfi M X-Dri­ve. Svo ýtir maður bara á hnapp til að skipta á milli raf­drifsins og Hybrid-stillingarinnar þar sem raf­mótorinn og öflug V8-vélin vinna saman. M-Hybrid í þessum bíl er fyrsta raf­knúna M-drifið sem er svona af­kasta­mikið.

Skugga­lega afl­mikill

Aksturs­eigin­leikarnir eru afar góðir og það er gríðar­lega skemmti­legt að keyra þennan sport­jeppa. Bíllinn er skugga­lega afl­mikill og fljótur upp. Va­vetronic venta­kerfið og hár­ná­kvæm inn­spýting skila geggjuðu afli. Bíllinn er með frekar stífri fjöðrun sem gerir bílinn sport­legri án þess að það komi niður á þægindunum. XM er með M-sport mis­muna­drifi sem skilar bestu af­köstum að sögn BMW á vegum úti hvort sem ekið er á bundnu eða ó­bundnu slit­lagi. Það dreifir drif­kraftinum á milli aftur­hjólanna eftir akstur­skil­yrðum og eykur þannig grip og stöðug­leika í akstri við ýmsar að­stæður, léttar sem krefjandi. Það má með sanni segja að XM sé sport­jeppi sem sam­einar lúxus, af­köst og raf­væðingu.

Inn­blásinn af Concept XM

XM er innblásinn af Concept XM sýningarbílnum sem kynntur var á síðasta ári. Sá fékk að vonum mikla athygli sem og hinn nýi XM nú. Nýr XM er með sama framenda, hækkandi afturlínu og minni glugga.