Bugatti hefur smíðað marga ofurbíla í gegnum tíðina eins og Veyron og Chiron og núbætist nýjasti fjölskyldumeðlimurinn við. Tvinnvél bílsins samanstendur af þremur rafmótorum og 25kWh rafhlöðupakka. Þá er 8,3 lítra V16 bensínvél með í tvinnpakkanum.
Samanlagt skilar tvinnvélin1.774 hestöflum sem er alveggríðarlegt afl. Ein og sér skilarV16 vélin 987 hestöflum sem er ekkert smáræði heldur.
Bugatti hefur smíðað marga ofurbíla í gegnum tíðina eins og Veyron og Chiron og núbætist nýjasti fjölskyldumeðlimurinn við. Tvinnvél bílsins samanstendur af þremur rafmótorum og 25kWh rafhlöðupakka. Þá er 8,3 lítra V16 bensínvél með í tvinnpakkanum.
Samanlagt skilar tvinnvélin1.774 hestöflum sem er alveggríðarlegt afl. Ein og sér skilarV16 vélin 987 hestöflum sem er ekkert smáræði heldur.
Bugatti Tourbillon mun ná100 km hraða á tveimur sekúndum að sögn framleiðandans og 199 km hraða á undir fimm sekúndum. Hámarkshraði Bugatti Tourbilloner 442 km/klst.
Tourbillon kemur í framleiðslu árið 2026 og verður hann fyrsti framleiðslubíllinn sem er með V16 vél í yfir 85 ár. Bugatti hefur tilkynnt að Tourbillon muni verða með 59 km rafmagnsdrægni.
Tourbillon er einnig fyrsti Bugatti-bíllinn sem er með upplýsinga- og afþreyingarskjá. Alls verða verða framleiddir 250 Bugatti Tourbillon bílar og verðið byrjar á 3,8 milljónum evra.
Fjallað var um málið í sérblaðinu Bílar, sem fylgdi Viðskiptablaðinu.