Upplýsingatæknimessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum, verður haldin af Ský í áttunda sinn dagana 2. og 3. febrúar í Hörpu og verður ókeypis fyrir almenning á laugardeginum 3. febrúar að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Er yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni „UTmessan – þar sem allt tengist.“ Meðal þess sem verður á sýningunni er markmannsvélmenni, snjall vöruflutningabíll, snjallruslatunnur, risavélmenni, undrabarn og Vísinda Villi auk hönnunarkeppni HÍ.

Tilgangur UTmessunnar að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikill þessi grein er orðin hér á landi en þar mæta mörg helstu og stærstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins, sem og erlendir gestir, og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Opin almenningi á laugardeginum

Föstudaginn 2. febrúar er ráðstefna kl. 8:30-17:00 sem ætluð er fagfólki í tölvugeiranum en laugardaginn 3. febrúar er Harpa opin almenningi kl. 10-17 þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa. Getraunir, leikir, sýningar og uppákomur verða þá í gangi þar sem fjölskyldan getur komið og fengið að leika sér með nýjustu tækni.

Vísinda Villi verður með 2 sýningar í Eldborg þar sem hann mun gera nokkrar tilraunir og spjalla við krakka um það undur sem við og alheimurinnn er. Undrabarnið hinn 14 ára Tanmay Bakshi er einn af aðalræðumönnum ráðstefnunnar og verður upptaka af fyrirlestrinum sýnd almenningi í Eldborg á laugardeginum en ráðstefnugestir á föstudegi fá að njóta hans í eigin persónu.

Á laugardeginum er ókeypis aðgangur og frítt í bílastæðahúsið á meðan húsrúm leyfir.

Um UTmessuna:

UTmessan hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem helsti vettvangur fyrirlestra, skoðanaskipta og nýjunga í tölvugeiranum á Íslandi og þar er jafnframt að finna umgangsmikið og fjölbreytt sýningarsvæði þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna framtíðina í tækjum og vörum sem jafnan vekur mikla athygli.

Undanfarin ár hefur verið í gangi alþjóðleg vakning þar sem ungt fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræði og tengdum greinum. Á Íslandi hefur UTmessan gegnt því hlutverki að vekja athygli á þeim og það hefur skilað sér í því að nemendum í greinunum hér á landi hefur fjölgað gríðarlega frá þeim tíma að UTmessan var fyrst haldin árið 2011.

Mikil atvinnutækifæri felast í störfum tengdum greininni, margbreytileg tækifæri sem bjóða upp á hálaunastörf sem geta farið vel með hefðbundnu fjölskyldulífi.  Kvenkynsnemendum hefur fjölgað einna hraðast í háskólasamfélaginu á Íslandi í tölvunarfræðum og tengdum greinum, enda henta þær báðum kynjum og opna dyrnar að spennandi framtíð.

Bendum einnig á stórskemmtilegt myndband um hvernig stemmingin var síðast en þá mættu 1 þúsund manns á ráðstefnuna og um 13 þúsund manns á opna daginn

Upplýsingatæknimessan, einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum, verður haldin af Ský í áttunda sinn dagana 2. og 3. febrúar í Hörpu og verður ókeypis fyrir almenning á laugardeginum 3. febrúar að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Er yfirskrift hátíðarinnar að þessu sinni „UTmessan – þar sem allt tengist.“ Meðal þess sem verður á sýningunni er markmannsvélmenni, snjall vöruflutningabíll, snjallruslatunnur, risavélmenni, undrabarn og Vísinda Villi auk hönnunarkeppni HÍ.

Tilgangur UTmessunnar að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikill þessi grein er orðin hér á landi en þar mæta mörg helstu og stærstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins, sem og erlendir gestir, og taka þátt með einum eða öðrum hætti og hvetja þannig fólk til að kynna sér um hvað tölvuiðnaðurinn snýst.

Opin almenningi á laugardeginum

Föstudaginn 2. febrúar er ráðstefna kl. 8:30-17:00 sem ætluð er fagfólki í tölvugeiranum en laugardaginn 3. febrúar er Harpa opin almenningi kl. 10-17 þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna hvað þau hafa fram að færa. Getraunir, leikir, sýningar og uppákomur verða þá í gangi þar sem fjölskyldan getur komið og fengið að leika sér með nýjustu tækni.

Vísinda Villi verður með 2 sýningar í Eldborg þar sem hann mun gera nokkrar tilraunir og spjalla við krakka um það undur sem við og alheimurinnn er. Undrabarnið hinn 14 ára Tanmay Bakshi er einn af aðalræðumönnum ráðstefnunnar og verður upptaka af fyrirlestrinum sýnd almenningi í Eldborg á laugardeginum en ráðstefnugestir á föstudegi fá að njóta hans í eigin persónu.

Á laugardeginum er ókeypis aðgangur og frítt í bílastæðahúsið á meðan húsrúm leyfir.

Um UTmessuna:

UTmessan hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem helsti vettvangur fyrirlestra, skoðanaskipta og nýjunga í tölvugeiranum á Íslandi og þar er jafnframt að finna umgangsmikið og fjölbreytt sýningarsvæði þar sem öll helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins sýna framtíðina í tækjum og vörum sem jafnan vekur mikla athygli.

Undanfarin ár hefur verið í gangi alþjóðleg vakning þar sem ungt fólk er hvatt til að mennta sig í tölvunarfræði og tengdum greinum. Á Íslandi hefur UTmessan gegnt því hlutverki að vekja athygli á þeim og það hefur skilað sér í því að nemendum í greinunum hér á landi hefur fjölgað gríðarlega frá þeim tíma að UTmessan var fyrst haldin árið 2011.

Mikil atvinnutækifæri felast í störfum tengdum greininni, margbreytileg tækifæri sem bjóða upp á hálaunastörf sem geta farið vel með hefðbundnu fjölskyldulífi.  Kvenkynsnemendum hefur fjölgað einna hraðast í háskólasamfélaginu á Íslandi í tölvunarfræðum og tengdum greinum, enda henta þær báðum kynjum og opna dyrnar að spennandi framtíð.

Bendum einnig á stórskemmtilegt myndband um hvernig stemmingin var síðast en þá mættu 1 þúsund manns á ráðstefnuna og um 13 þúsund manns á opna daginn