Ólafía segir drauminn að geta lifað góðu lífi sem atvinnumaður og endast sem lengst. „Það væri geggja að geta verið kúl, gömul kella á vellinum. Ef maður verður ennþá með þetta, það er að segja.“ Hún segir golfíþróttina mjög fjölskylduvæna og styðja vel við bakið á konum og hvetja þær til barneigna með ýmisskonar stuðningi, barnapössun og fleira. Hún segist sjá sjálfan sig með börn í framtíðinni en ekki alveg strax. Eins og staðan er núna eiga þau Tómas engan einn samastað og því erfitt að skjóta rótum. „Það er eiginlega ekki hægt að segja hvar við eigum heima núna, ég er voða mikið á hótelum. Hann er í MBA námi á Íslandi, á fjölskyldu í Þýskalandi. Þegar ég er ekki að keppa hittumst við stundum í húsi foreldra minna í Norður Karolínu eða á Íslandi eða hann kemur til mín þar sem ég er stödd hverju sinni.
Ólafía ber fagran hring á baugfingri og segir að Tómas hafi tekið sig til í fyrra fyrir framan báðar fjölskyldur þeirra þar sem þau eyddu jólunum saman og skellt sér á skeljarnar Ólafíu til mikillar undrunnar. „Hann sagðist vilja setja hring á fingur mér áður en ég fær á allt þetta flakk um heiminn,“segir hún og brosir. En þau hafa ekki ekki ákveðið brúðkaupsdaginn ennþá.
Fer út fyrir þægindarrammann
Ef ekki atvinnumaður, hvað væri Ólafía að gera þá? „Ég væri „life coatch“ – veistu hvað það væri geggjað? Að geta hjálpað öðrum. Ég myndi elska það.“ Ólafía segist reyndar vera að hjálpa fólki á hliðarlínunni af ástríðunni einni saman í dag en að kannski taki hún það lengra síðar. Svo erum við að bralla svolítið skemmtilegt ég og vinkona mín Sandra Gal. Við erum að undirbúa það að opna okkar eigin youtube rás sem á að heita The circle, þar sem við ætlum að æfa okkur að fara út fyrir þægindarramman, stækka, þroskast og vera vonandi öðrum hvatning. Fyrsta verkefnið mitt var til dæmis að ganga upp að ókunnugu fólki og biðja það að hrósa mér. Veistu hvað það var vandræðalegt,“segir hún og skellir uppúr. Fólk áttar sig svo á því að þetta er verkefni og tekur ný yfirleitt þátt. Svo þarf ég að hrósa þeim til baka. Ég er að klippa saman fyrstu tökurnar svo að þetta ætti að fara að detta í loftið fljótlega, segir þess einstaklega drífandi og sjarmerandi kona að lokum. Eftir vinnu óskar henni áframhaldand góðs gengis með glæsilegan ferlinn og hlakkar til að fylgjast með henni í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.
Viðtalið við Ólafíu má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast eintak af blaðinu á pdf formi með því að smella á hlekkinn Tölublöð. “