Kári Sverriss er einn fremsti ljósmyndari landsins og hefur markað sér sérstöðu með einstökum stíl og faglegri nálgun. Hann er ekki aðeins virtur ljósmyndari heldur einnig leikstjóri og framleiðandi með áralanga reynslu í efnissköpun, bæði hér heima og erlendis.
Eitt af verkefnum Kára er lína af rúmfötum í samstarfi við Tekk, Appreciate the Details, þar sem gæði og smáatriði eru í forgrunni. Rúmfötin eru unnin úr náttúrulegum hör- og bómullarefnum, sem eru bæði mjúk og endingargóð. Línan inniheldur fjölbreytt úrval jarðlita og hlýlegra tóna sem eru innblásnir af íslenskri náttúru og haustlitum.
Nýlega stofnaði hann auk þess, ásamt Arnóri Trausta og Védísi Köru samstarfsverkefnið Content Collective 3, þar sem þau þrjú sameina hæfileika sína í hraðvirkri, faglegri og skapandi efnissköpun. Með sérhæfingu í listrænni stjórnun, kvikmyndagerð og hönnun leitast teymið við að miðla sögum á áhrifaríkan og sjónrænt heillandi hátt.
Hér gefur Kári innsýn í það sem hann hefur augastað á – hlutir sem vekja áhuga hans og endurspegla hans einstaka auga fyrir fegurð og upplifun.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði