Framkvæmdir við Camp Nou, heimavöll knattspyrnuliðsins Barcelona, standa nú yfir. Leikvangurinn er óþekkjanlegur enda búið að taka öll sæti úr stúkum og fjarlægja efsta hluta gömlu stúkunnar.
Gamli völlurinn tók 99 þúsund manns í sæti en sá nýi, sem reistur er á grunni þess gamla, mun rúma 104 þúsund áhorfendur.
Framkvæmdirnar hófust síðasta sumar og ráðgert er að ljúka þeim eftir tvö ár. Í millitíðinni leikur Barcelona heimaleiki sína á Ólympíuleikvanginum. Kostnaður við byggingu nýja vallarins er áætlaður um 1,5 milljarður evra eða ríflega 220 milljarðar króna.
Leikið verður á nýja vellinum í lokakeppni HM árið 2030 en hún fer fram á Spáni, sem og í Portúgal og Marokkó. Fyrstu þrír leikir keppninnar fara reyndar fram í Úrúgvæ, Argentínu og Paragvæ. Er það vegna þess að árið 2030 verða 100 ár liðin frá því fyrsta mótið var haldið, en var í Úrúgvæ árið 1930.