Veitingarstaðurinn ÓX á Laugarvegi hlaut í dag Michelin-stjörnu. Þráinn Freyr Vigfússon stofnandi, og einn eigenda veitingastaðarins, og Rúnar Pierre Heriveaux yfirkokkur tóku við viðurkenningunni á athöfn í Stafangri í dag.
„Besta íslenska afurðin er sett fram með mjög persónumiðuðum réttum, sem búa bæði yfir hefðbundnum keimi og nútímalegri nálgun og voru auk þess bornir fram af kokkunum sjálfum,“ segir í tilkynningu Michelin.
Þá hélt veitingastaðurinn Dill sinni stjörnu sem staðnum var veitt fyrir tveimur árum. Dill hlaut auk þess græna stjörnu fyrir framlag í sjálfbærnimálum.