Samkvæmt heimsendingarfyrirtækinu Wolt er pizza vinsælasti heimsendi maturinn á Íslandi en Wolt sendi nýlega frá sér lista yfir bæði matartegundir og veitingastaði sem oftast eru pantaðir í gegnum fyrirtækið.
Wolt var hleypt af stokkunum á Íslandi í maí á þessu ári og er fyrirtækið nú starfrækt í Reykjavík, Reykjanesbæ, Selfossi og Hveragerði.
Á hinum Norðurlöndunum eru hamborgarar vinsælasti heimsendi matur hjá Wolt á meðan pizza er vinsælust á Íslandi. Í öðru og þriðja sæti er kjúklingur og hamborgari en Wolt segir að samstarf fyrirtækisins við KFC, 2Guys og Pizzuna hafa spilað stórt hlutverk.
Vinsælasti heimsendi maturinn á Íslandi er:
- Pizza
- Kjúklingur
- Hamborgari
- Asískur matur
- Indverskur matur
- Mið-austurlenskur matur
- Tælenskur matur
- Ís
- Sushi
- Mexíkóskur matur
Fimm vinsælustu skyndibitastaðir að sögn Wolt eru þá 2Guys, Pizzan, KFC, Nings og Metro.
„Til að bregðast við öflugri eftirspurn eftir gómsætum heimsendum mat hefur Wolt stanslaust útvíkkað samstarfið við veitingastaði sem tryggir íslenskum matarunnendum aðgengi að góðu úrvali skyndibita. Með áherslu verkvangs Wolt á hraða og áreiðanlega afhendingu hefur tekist að gera vinsæla rétti eins og pizzu, kjúkling, hamborgara og kebab enn meira aðlaðandi fyrir fólk sem vill njóta góðs matar heima hjá sér,“ segir í tilkynningu frá Wolt.