Margir hafa beðið eftir rafmögnuðum Porsche Macan og eru eflaust ánægðir að heyra af því að ný kynslóð Macan verði frumsýnd á Íslandi á laugardaginn. Frumsýningin hefst kl 12 og fer fram í sýningarsal Porsche á Krókhálsi 9.

Macan hefur verið vinsælasti bíll Porsche síðan hann kom á markað en hann kemur nú í fyrsta skipti í 100% rafmagnaðri útfærslu.

Margir hafa beðið eftir rafmögnuðum Porsche Macan og eru eflaust ánægðir að heyra af því að ný kynslóð Macan verði frumsýnd á Íslandi á laugardaginn. Frumsýningin hefst kl 12 og fer fram í sýningarsal Porsche á Krókhálsi 9.

Macan hefur verið vinsælasti bíll Porsche síðan hann kom á markað en hann kemur nú í fyrsta skipti í 100% rafmagnaðri útfærslu.

Eins og áður verða nokkrar gerðir í boði, Macan 4, Macan 4S og Macan Turbo en allar eru þær fjórhjóladrifnar, með 100 kWh rafhlöðu, og allt að 2.000 kg dráttargetu.

„Macan býr yfir nýrri 800 volta rafhlöðutækni sem býður Macan upp á óviðjafnanlega hröðun og lipurð, ásamt góðri drægni sem mætir þörfum daglegs lífs sem og lengri ferða. Macan 4 sem kostar aðeins 14.950 þús er með allt að 612 km drægni í blönduðum akstri og 408 hestöfl. Macan Turbo er svo með heil 639 hestöfl og 1.130 Nm í torki. Einnig er gaman að minnast á það að bíllinn er undir 21 mínútur úr 10 í 80% hleðslu,” segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.

„Við höfum beðið lengi eftir því að fá að kynna nýjan Macan fyrir landsmönnum og erum ánægð að loksins sé komið að því. Með nýjum Macan er Porsche enn og aftur að sýna mátt sinn sem bílaframleiðandi og við erum sannfærð um að landsmenn muni falla fyrir þessum magnaða sportjeppa. Nýr Macan er hluti af markmiðum Porsche til að auka framleiðslu á rafbílum og draga úr kolefnisspori” segir Benedikt að lokum.