Fyrsta kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan árið 1997. Prius hefur í 25 ár verið góður sölubíll fyrir Toyota og hefur selst í yfir 5 milljónum eintaka um heim allan. Mesta breytingin á bílnum þar til nú var árið 2012 þegar hann tók fyrst upp tengiltvinntæknina.

Nýjasta kynslóð Prius á lítið sem ekkert skylt við þann gamla nema nafnið. Bíllinn hefur breyst úr lítt spennandi bíl í mjög laglegan fjölskyldubíl sem státar af sportlegri hönnun.

Fyrsta kynslóð Toyota Prius kom á markað í Japan árið 1997. Prius hefur í 25 ár verið góður sölubíll fyrir Toyota og hefur selst í yfir 5 milljónum eintaka um heim allan. Mesta breytingin á bílnum þar til nú var árið 2012 þegar hann tók fyrst upp tengiltvinntæknina.

Nýjasta kynslóð Prius á lítið sem ekkert skylt við þann gamla nema nafnið. Bíllinn hefur breyst úr lítt spennandi bíl í mjög laglegan fjölskyldubíl sem státar af sportlegri hönnun.

Flottar línur

Prius kemur á óvart í hönnuninni. Þegar ég sá hann fyrst fyrir utan hótelið í Hamborg trúði ég vart eigin augum að þetta væri Prius. Ég hélt ég væri að horfa á einhvern allt annan bíl. Línurnar eru rennilegar og stílhreinar. Bíllinn er straumlínulagað ur í útliti þar sem lág þaklína er áberandi. Í gyllta litnum eins og hann kom fyrir augu bílablaðamanna í Hamborg er hann hreint út sagt sportlegur. Hönnuðir Toyota fá toppeinkunn fyrir vinnu sína í þessu verkefni.

Í innanrýminu, sem hefur verið gjörbreytt miðað við forverann, er fljótandi mælaborð og fjölnota ökumannskjáir. 12,3 tommu snertiskjár veitir skjótan aðgang að ýmsu efni. Þá er einnig hægt að fylgjast með helstu akstursupplýsingum á 7 tommu TFT fjölnotaskjá fyrir ökumann. Innanrýmið minnir talsvert á bZ4X sem er ekki leiðum að líkjast.

7,1 sekúndu í hundraðið

Aksturinn kemur líka skemmtilega á óvart. Ég man að ég var harður við hann eitt sinn þegar ég skrifaði um hann eftir reynsluakstur fyrir nokkrum árum síðan. Mér fannst hann þá frekar óspennandi í akstri og frekar aflvana. Ég bjóst ekki við að skrifa þetta um Prius en þessi nýi bíll er mjög góður í akstri og aflið er prýðilegt frá 2 lítra bensínvélinni og rafhlöðunni. Tengiltvinnvélin skilar samtals 223 hestöflum í fjórhjóladrifsútfærslunni og hröðunin úr kyrrstöðu í hundraðið er 7,1 sekúnda sem þýðir að bíllinn hefur bætt sig verulega því síðasta kynslóð var 10,5 sekúndur að ná hundrað km hraða.

Að framan er McPherson fjöðrun og tvöföld klofspyrnufjöðrun að aftan sem Toyota segir að veiti betri stöðugleika, viðbragðsflýti og auðveldi beinan akstur.

Toyota Prius Plug-in Hybrid

» Aflgjafi: Tengiltvinnvél, bensín og rafmagn

» Hestöfl: 223

» Hröðun 0-100: 7,1 sek

» Hámarkshraði: 185 km/klst

» Verð: Frá 7.590.000 kr

» Umboð: Toyota á Íslandi

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Bílar sem fylgdi Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.