Boðið verður til sannkallaðrar atvinnubílaveislu hjá Toyota í Kauptúni á morgun, laugardag, klukkan 12 – 16. Þar verða allar gerðir Proace sendibílanna til sýnis en hæst ber að nefna frumsýningu á nýjum Proace MAX sendibíl.

MAX er nýjasta viðbótin við atvinnubílalínu Toyota og stærsta útgáfan af Proace sendibílunum.

Boðið verður til sannkallaðrar atvinnubílaveislu hjá Toyota í Kauptúni á morgun, laugardag, klukkan 12 – 16. Þar verða allar gerðir Proace sendibílanna til sýnis en hæst ber að nefna frumsýningu á nýjum Proace MAX sendibíl.

MAX er nýjasta viðbótin við atvinnubílalínu Toyota og stærsta útgáfan af Proace sendibílunum.

Fyrir í línunni eru Proace og Proace City sem koma nú í nýrri útgáfu og eru sem fyrr fáanlegir í ýmsum útfærslum til vöru- og fólksflutninga. Eins og nafnið bendir til er Proace Max stór, með 17 m3 flutningsrými.

Tvær gerðir dísilvéla eru í boði fyrir Proace Max auk þess sem hann fæst sem rafmagnsbíll. Bíllinn verður til frekari umfjöllunar í næsta Bílablaði Viðskiptablaðsins en hann var tekinn í reynsluakstur í Haag í Hollandi á dögunum.

Allir Proace bílarnir fást í mörgum útgáfum sem auðveldar notendum að sníða þá sérstaklega að sínum þörfum. Toyota Professional – Toyota fyrirtækjalausnir munu veita ráðgjöf um Proace og Hilux atvinnubíla.