Kia er mest seldi bíllinn það sem af er ári. Alls hafa 684 Kia bílar selst en Toyota kemur þar ekki svo langt undan með 516 bíla.
Tesla hefur stigið upp vinsældalista hjá bílakaupendum en 400 Teslur hafa selst, þar af 336 Model Y. Hyundai, sem vana lega er í þriðja sætinu, er fallið í það fjórða með 256 bíla, rétt á undan Mercedes-Benz sem hafa selt 248 bíla.
Það verður að teljast ósennilegt að þýski lúxusbílaframleiðandinn nái að halda fimmta sætinu út árið en gæta verður að því að tölurnar rokka nokkuð fyrstu mánuðina eftir því hvenær bílar koma til landsins á vegum umboðanna.
Rafmagnið snýr aftur
Árið í fyrra var afleitt í sölu rafbíla. Aðeins 20,9% nýrra bíla fyrstu fjóra mánuðina í fyrra voru knúnir áfram með rafmagni en hlutfallið er komið í 34,6%.
Tengibílar halda sjó og eru 22,9% nýrra bíla janúar til apríl en hlutfall bensínbíla (10,2%) og dísilbíla (9,1%) heldur áfram að lækka. Hlutdeild rafmagns- og tengiltvinnbíla er 81% nýrra bíla.
Nánar er fjallað um málið í sérblaðinu Bílar sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.