Lexus er að framleiða ofursportbíl sem verður 100% rafdrifinn og mun fá hjartað til að slá hraðar. Þetta er hinn nýi LFA en bara með rafmagni.
Hann tekur við af LFA bensínbílnum sem er með 4,8 lítra, V10 bensínvél. Rafsportbíllinn mun komast úr kyrrstöðu í 100 km/klst á um tveimur sekúndum. Það er svipað og Formúlu 1 kappakstursbíll. Lexus gaf út tilkynningu í dag þar sem fram kemur að drægni bílsins verður um 700 km á rafmagninu.
„Tölurnar eru auðvitað mikilvægar þessi bíll mun setja viðmið fyrir Lexus bíla framtíðarinnar þegar kemur að aksturseiginleikum og upplifun,“ sagði Koji Sato, yfirmaður Lexus.