Fyrsti rafknúni M sportbílinn BMW iX M60 verður frumsýndur hér á landi á morgun.

Bíllinn er búinn 111,5 kW rafhlöðu, tveimur rafmótorum sem saman skila allt að 561 km drægni, 619 hestöflum og 1.000 Nm togi og er 3,8 sekúndur upp í 100 km/klst. Á löngum ferðalögum er hægt að endurhlaða 150 km drægni á rafhlöðuna á aðeins tíu mínútum á næstu hleðslustöð.

BMW iX M60 er búinn öllum helsta sportbúnaði M-sportgerðanna frá BMW. Þar á meðal eru M Sport hemlar, rafknúnir demparar, tveggja öxla M-loftfjöðrun með sjálfvirkri hæðarstjórnun og jafnvægisstangir.

Bíllinn er einnig búinn sjálfvirkum stýrisstuðningi sem veitir ökumanni stuðning í samræmi við stýrishorn á framöxli og afturhjólum til að tryggja sem öruggasta stýringu í mismunandi kröppum beygjum eða vegaaðstæðum. Sem dæmi má nefna að sé bílnum ekið á hraða undir 60 km/klst. veitir öryggiskerfið aukinn hreyfileika og lipurð við stýringu með því að beygja afturhjólum í allt að 3° í gagnstæða átt við framhjól og minnkar þannig snúningsradíus bílsins. Sé bílnum ekið á hraða frá 60 til 80 km/klst beygja afturhjólin í sömu átt og framhjólin til að auka stöðugleika og þægindi í akstri.

iX gerðir BMW eru fáanlegar í þremur útfærslum; xDrive 40 Atelier, xDrive 50 Atelier og xDrive M60. BL við Sævarhöfða frumsýnir sportjeppann nýja á morgun milli kl. 12 og 16.