EQS SUV er stærsti bíllinn í raflínu Mercedes-benz. EQ stendur fyrir rafbílalínuna og S stendur fyrir Sonderwagen eða mesta lúxusinn sem kemur frá Stuttgart utan Maybachlínunnar sem er í svipuðum flokki og Rolls-Royce og Bentley.

Svo segir mér hugur um að þetta verði ekki um aldur og ævi svona. Því útlit þeirra gömlu, GLE, GLS, S og allra hinna er miklu fallegra. Það sem EQ bílarnir hafa hins vegar fram yfir er hreint rafmagn og minni loftmótstaða. Og það er eiginlega alveg galið að aka ekki um á rafbíl á Íslandi, þar sem maður dælir tæru vatni inn á bílinn.

Aflið

Við prófuðum EQS 450 með fjórhjóladrifi. Hann er með tvo rafmótora sem skila 360 hestöflum. Það er stórfínt fyrir þessa stærð af bíl en hann er um sex sekúndur í hundraðið. Það verður þó að segjast að það hefði ekki verra að vera á hinni útgáfunni, 580 bílnum, sem er 544 hestöfl og er litlar 3,6 sekúndur í hundrað.

Aksturinn

Ég man ekki eftir bíl í þessum flokki sem hefur eins ágæta aksturseiginleika og EQS SUV. Sérstaklega í langakstri. Stærstu óvinir rafbíla eru dekkja- og vindhljóð en EQS er til fyrirmyndar. Ýmis holrúm í bílnum innihalda sérstaka hljóðeinangrandi froðu og þéttingar á hurðum og framrúðu eru fyrsta flokks.

Mér var alveg sérstaklega hugsað til þess á Mýrunum þegar ég horfði yfir Lund, veiðihús Jóhannesar á Borg við Hítará. Þarna var mikill strekkingur líkt og svo oft áður, mælirinn sýndi 120 km hraða (sem hlýtur að hafa verið bilun ef laganna verðir lesa þetta). Veghljóðið var hins vegar lítið sem ekkert.

Bíllinn steinliggur á veginum og þrátt fyrir að vera 2,8 tonn er fjöðrunin, en hann kemur með loftpúðum, það góð að maður fann ekki fyrir hæðóttum veginum þegar maður nálgast Eyja- og Miklaholtshrepp. Bíllinn beygir bæði að framan og aftan sem gerir hann lipran í innanbæjarakstri.

Við hönnun EQ línunnar var reynt að hafa sem allra minnsta loftmótstöðu.
Við hönnun EQ línunnar var reynt að hafa sem allra minnsta loftmótstöðu.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun um bílinn í sérblaðinu Bílar sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér. Þar er m.a. fjallað um innanrýmið og drægni bílsins.