Kristján Ingi Mikaelsson sem stýrir fjárfestingasjóðnum MGMT Ventures og Þóra Karen Ágústsdóttir hafa keypt einbýli Guðmundar Marteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Bónuss, og eiginkonu hans, Ingibjargar B. Halldórsdóttur, við Hjálmakur í Garðabæ.

Sam­kvæmt fast­eigna­aug­lýsingu var húsið reist árið 2008 og teiknað af Sigurði Hall­gríms­syni arki­tekt en Hall­grímur Frið­geirs­son sá um innan­húss­hönnunina.

Guðmund­ur Marteins­son og Ingi­björg B. Hall­dórs­dótt­ir festu kaup á lúxus­í­búð í Kópa­vogi í fyrra sem þau greiddu 190 milljónir fyrir.

Um er að ræða 380 fm eign með fimm svefn­her­bergjum og fjórum baðher­bergjum.

Kristján Ingi og Þóra Karen greiddu 365 milljónir króna fyrir eignina sam­kvæmt kaup­samningi.

Kristján Ingi er stofnandi og eig­andi MGMT Ventures ásamt Daníel Fannari Jóns­syni.

Fjár­festinga­sjóðurinn hagnaðist um 106,6 milljónir króna á árinu 2023 en tekjur félagsins voru um 913 milljónir.

Eigið fé félagsins í árs­lok nam 274,9 milljónum og lagði stjórn til þess að greiddur yrði 12 milljóna arður til hlut­hafa á árinu en félagið greiddi út 45 milljónir á árinu á undan.