Akstursprófanir á Range Rover Electric (L469), fyrstu alrafmögnuðu útgáfu flaggskips Range Rover, eru að hefjast í Dubai og Svíþjóð.

Akstursprófanir á Range Rover Electric (L469), fyrstu alrafmögnuðu útgáfu flaggskips Range Rover, eru að hefjast í Dubai og Svíþjóð.

Prófanirnar fara fram í allt að 50 stiga hita í Dubai og 40 stiga frosti í Norður-Svíþjóð, þar sem látið verður reyna á allar mögulegar framleiðslueiningar bílsins, ekki síst þol hugbúnaðarkerfa, rafhlöðu, undirvagns og íhluta sem þurfa að standast mikið álag af margvíslegu tagi. Gert er ráð fyrir að bíllinn komi á helstu markaði undir lok ársins eða í upphafi þess næsta, 2025.

Þegar nýjasta kynslóð flaggskips Range Rover (L460) kom á Evrópumarkað árið 2021 setti hann, eins og fyrri kynslóðir hans, ný viðmið vegna óviðjafnanlegs munaðar og þæginda ásamt því að vera, eins og fyrirrennararnir, jafnvígur á hraðbrautum og torleiðum. Árangurinn er sá að engin kynslóð Range Rover hefur skapað meiri eftirspurn frá viðskiptavinum og núverandi kynslóð Range Rover í 53 ára sögu framleiðandans.

Í prófanaferlinu sem nú stendur fyrir dyrum á hinum 100% rafknúna Range Rover felst m.a. staðfesting á einkaleyfum fyrir mikinn fjölda nýrra lausna frá verkfræðideild Land Rover enda er markmiðið að kynna hljóðlátasta, fágaðasta og þægilegasta Range Rover frá upphafi.

Það sem þegar liggur fyrir er að bíllinn muni hafa 85 cm vaðgetu á allt að 50 km hraða, mjög öflugt hleðslukerfi, sem aðlagað verður að öllum helstu almennum hleðslukerfum.

Auk þessa verða hugbúnaðaruppfærslur sjálfvirkar yfir netið, eigendum til aukinna þæginda. Upplýsingar um drægni nýja Range Rover Electric verður gefin upp að loknum prófunum.

Fjallað var um málið í sérblaðinu Bílar.