Six Rivers, félag Jim Ratcliffe sem heldur utan um veiði í sex laxveiðiám á Norð-Austurlandi, hefur hafið samstarf við sænska ginframleiðandann Hernö Gin um um framleiðslu á sérstöku gini sem ber nafnið Hernö Six Rivers Gin. Ísland prýðir merkmiða ginsins. Austurfréttir sögðu fyrst frá.

Ginið verður í fyrstu einkum selt á breskum og íslenskum mörkuðum. Drykkur er dreifingraðili ginsins á Íslandi.

Six Rivers, félag Jim Ratcliffe sem heldur utan um veiði í sex laxveiðiám á Norð-Austurlandi, hefur hafið samstarf við sænska ginframleiðandann Hernö Gin um um framleiðslu á sérstöku gini sem ber nafnið Hernö Six Rivers Gin. Ísland prýðir merkmiða ginsins. Austurfréttir sögðu fyrst frá.

Ginið verður í fyrstu einkum selt á breskum og íslenskum mörkuðum. Drykkur er dreifingraðili ginsins á Íslandi.

Six Rivers ginið byggir á hefðbundnu Hernö gini sem inniheldur einiber, kóríanderfræ, mjaðjurt, títuber og sítrónubörk. Auk þess er við íslenskum fjallagrösum og vallhumli.

Ágóði af sölunni mun renna til góðgerðastarfs Six Rivers Foundation sem felst hvað helst í að vernda villta íslenska laxastofninn.

Hófst með heimsókn Ratcliffe

Aðdragandinn að útgáfu ginsins er heimsókn Jim Ratcliffe, aðaleigandi Ineos sem sérhæfir sig í efnavinnslu og eigandi 27,7% hlutar í Manchester United, í eimingahús Hernö skammt frá Härnösand í norðurhluta Svíþjóðar.

Ratcliffe spjallaði þar við stofnanda Hernö, Jon Hillgren, um gin, ástríðuverkefni, náttúru og arfleifð, að því er segir í tilkynningu á vef ginframleiðandans. Ratcliffe og Hillgren funduðu í kjölfarið nokkrum sinnum í Svíþjóð og í London og að lokum gáfu þeir út gin með skírskotun til Íslands.

„Heimsóknin til Hernö Gin í Dala hafði töluverð áhrif á mig,“ er haft eftir Ratcliffe. „Jon og teymi hans eru með mikinn metnað fyrir vörunni sinni ásamt því að leggja sig fram við að veita upplifun, fremur en einungis að reiða fram ginflösku. Þetta góðgerðasamstarf með Hernö bindur saman ástríðu okkar fyrir framtaki sem leggur áherslu á mikilvægum málstaði.“