Renault 5 hefur verið kjörinn Evrópubíll ársins 2025 eftir að úrslit dómnefndar 60 fulltrúa voru kynnt á alþjóðlegu bílasýningunni í Brussel sem lauk um nýliðna helgi.

Ásamt Renault 5 er sportútgáfa hans, Alpine A290, einnig handhafi titilsins. Renault 5 verður þá frumsýndur hjá BL í sumar komanda.

Renault 5 hlaut titilinn eftir harða og jafna keppni við Alfa Romeo Junior, Citroën C3, Cupra Terramar, Dacia Duster, Hyundai Inster og Kia EV3 sem allir eiga það sameiginlegt að vera rafknúnir að hluta eða öllu leyti eins og t.d. báðir bílar Renault.

Með titlinum tók Renault 5 við titlinum af Renault Scenic sem kjörinn var Evrópubíll ársins 2024 og er það aðeins í annað sinn í sextíu og tveggja ára sögu keppninnar að sami framleiðandi vinni titilinn tvö ár í röð.