Vínsýningin WineParis fór fram í París nýlega og voru þar tæplega 4.000 vínframleiðendur að kynna sínar vörur. Ísland átti sinn sendiherra á sýningunni en Maison Wessman, félag Róberts Wessman, tók þátt í sýningunni og kynnti þar til leiks nýjustu vöru sína, „Bubbles“.

Bubbles er auðdrekkanlegt freyðivín frá Limoux og er sama aðferð notuð við framleiðslu Bubbles, eins og í kampavínshéraðinu. Víninu er lýst sem þéttu og frískandi freyðivíni með afar fíngerðum búbblum. Boðið var til veislu í París í tilefni af nýja víninu og sýningarinnar.

„Við eigum frábært ræktunarland fyrir hvítvínin okkar í Limoux, landi sem er við rætur Pýrenea-fjallanna. Ásamt hvítvíninu hefur mér alltaf þótt freyðivínin þaðan frábær. Við ákváðum svo nýlega að láta til skarar skríða í að framleiða freyðivín líka og erum afar ánægð með útkomuna,“ segir Róbert Wessman.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði