Tvær goðsagnir í heimi jeppa, Rubicon og Cherokee, verða frumsýndar á bílasýningu ÍSBAND á morgun, laugardag, milli 12-16.

Jeep Grand Cherokee er einn verðlaunaðasti jeppi sögunnar og er nú fáanlegur í fyrsta skipti í Plug-In-Hybrid útfærslu, hlaðinn lúxusstaðalbúnaði.

Tvær goðsagnir í heimi jeppa, Rubicon og Cherokee, verða frumsýndar á bílasýningu ÍSBAND á morgun, laugardag, milli 12-16.

Jeep Grand Cherokee er einn verðlaunaðasti jeppi sögunnar og er nú fáanlegur í fyrsta skipti í Plug-In-Hybrid útfærslu, hlaðinn lúxusstaðalbúnaði.

Jeppinn er með enn meira rými en áður í farangursrými, sem rúmar nú auðveldlega fjögur golfsett auk farangurs. Glæsilegt nýtt útlit og einstök þægindi fyrir kröfuharða kaupendur sem þekkja gæði og vandaðan frágang.

Framúrskarandi aksturseiginleikar með stillanlegri loftpúðafjöðrun hvort sem ekið er á malbiki eða á torfærum slóðum.

Ný útfærsla á hinum eina sanna Wrangler sem kemur hlaðin nýjungum. Nýr framendi með nýju grilli, nýtt mælaborð með 12” upplýsinga- og snertiskjá, þráðlausar tengingar við Apple og Android síma, rafdrifin framsæti, ný hönnun á sætum, fljótandi afturöxull, nýtt útlit á felgum og app sem forhitar, kannar stöðu á rafhlöðu, eldsneyti og staðsetningu, opnar og læsir og margt fleira.

Á sýningunni hjá ÍSBAND verða 35”, 37” og 40” breyttir Wrangler Rubicon sýndir, en breytingaverkstæði ÍSBAND sérhæfir sig í breytingum á Jeep og RAM pallbílum.