Honum er ætlað að ná vinsældum á þeim markaði sem er hvað vinsælastur í bílasölu í dag en það eru litlir SUV eða svokallað ir Crossover bílar. Hinn nýi LBX hefur þegar fengið rós í hnappa gatið en hann var verðlaunað ur sem Besti bíllinn hjá breska bílatímaritinu What Car?  Lexus LBX, eins og aðrir í stærðarflokknum, er ætlað ur yngri kaupendahópi sem vill nú hærri bíla en áður bæði hvað varðar betra aðgengi og útsýni.

Má þar nefna Toyota Yaris Cross, Audi Q2, Mini Countryman og fleiri bíla sem etja harðri samkeppni um hylli kaupenda og sérstaklega þeirra yngri sem hafa jafnvel ekki litið á Lexus sem valmöguleika fyrr en nú. Lexus er því að ná til yngri og nýrra evrópskra kaupenda með þessum nýja bíl og verður afar fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst til.

Fyrir eru RX, NX og UX í sportjeppaflóru bílaframleið andans og nú mætir sem sagt minnsti fjölskyldumeðlimurinn til leiks. Bíllinn er vel búinn og laglega hannaður sem kemur ekki á óvart enda hefur Lexus lagt mikinn metnað í hann eins og aðra bíla sína.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði