Nýr Dacia Bigster, sá stærsti í flóru rúmenska framleiðandans, verður frumsýndur hjá BL á laugardaginn kemur milli 12-16. Bíllinn ber nafnið Dacia Bigster og er bæði fjórhjóladrifinn og glænýr.
Dacia Bigster er hannaður með skörpum útlínum og er 21,9 cm undir lægsta punkt, sem er sambærilegt við ýmsa fullvaxna jeppa.
Í farþegarými Dacia Bigster blasir við rúmgóð hönnun, fjöldi geymslustaða, YouClip festingar sem eru staðsettar víða og að auki allt að 667 lítra farangurspláss. Við miðjustokk er 10“ New Media margmiðlunarsnertiskjár til að nálgast ýmsa afþreyingu og mismunandi upplýsingar.
Til þægindaauka eru rafdrifnir og upphitaðir hliðarspeglar, auk langboga á þaki, sjálfvirkra aðalljósa, hita í framsætum og stýri.
Tegundirnar Dacia Bigster Essential og Bigster Extreme eru báðir búnir fjórhjóladrifi og 130 hestafla 1.199 cc bensínvél með mildu tvinnkerfi (Mild Hybrid) og beinskiptingu.
Meðaleldsneytiseyðsla þeirra er um 6 l 100/klst. Bigster Journey er í boði með framdrifi, sjálfskiptingu og 155 hestafla 1.793 cc bensínvél með tvinnkerfi (Hybrid) sem eyðir að meðaltali um 4,6 l 100/klst. og er einnig hægt að fá Bigster Extreme í sömu vélbúnaðarútfærslu.