Mikil spenna ríkir meðal margra fyrir ólympíuleikunum sem fara fram í París í næsta mánuði. Þetta er því fullkominn tími fyrir vörumerkið að verða hluti af umræðunni og hefja sölu á línunni. Levi’s sótti innblástur í frönsku hjólabrettasenuna og nýttu sér litina úr franska fánanum til að skapa línuna.

Levi’s hefur sett nýjan svip á klassískar íþróttaflíkur með djörfum rauðum, bláum og hvítum litum. Auk þess hafa þeir leikið sér með að skreyta gallajakka og buxur með bótum sem bera frönsk slagorð sem jafnvel Emily í París myndi skilja.

Hefðbundin frönsk mynstur eru einnig í lykilhlutverki. Röndótt mynstur prýða hversdagslega boli og það glittir í doppótt fóður þegar gallabuxurnar eru brettar upp. Línan er svo fullkomnuð með strigaskóm, derhúfum og töskum. Levi’s hefur tryggt að það sé eitthvað fyrir alla – rétt í tæka tíð fyrir opnunarhátíðina.