Sala á nýjum ofursnekkjum dróst saman um 17% á síðasta ári samkvæmt nýrri skýrslu frá SuperYacht Times State of Yachting. Alls seldust 203 ofursnekkjur árið 2023 samanborið við 245 árið 2022 og 313 árið 2021.

Samdrátturinn er sagður vera vegna minnkandi eftirspurnar meðal rússneskra ólígarka sem hafa glímt við efnahagslegar refsiaðgerðir frá því stríðið í Úkraínu byrjaði.

Ralph Dazert hjá blaðinu SuperYacht Times segir að biðtíminn fyrir nýja 60 metra snekkja er um þrjú til fjögur ár en iðnaðurinn er enn að kljást við vandamál sem komu upp á tímum heimsfaraldurs. Verðið hefur þá einnig hækkað vegna hækkandi launa- og efniskostnaðar.

Þá hafa stærstu ofursnekkjurnar, þær sem eru yfir 200 metrar á lengd, orðið fyrir mesta barðinu en sala á slíkum snekkjum hefur dregist saman um 40%. „Rússarnir eru hættir að panta mjög dýrar og stórar snekkjur,“ segir Ralph.

Bandaríkjamenn hafa aðeins verið að bæta upp fyrir sölutapið en þeir keyptu um fjórðung allra snekkja á síðasta ári.