Samsung kynnir nú nýja Galaxy S10 síma en þrjár ólíkar gerðir S10 síma verða teknir til sölu í verslunum innan tveggja mánaða. Helsta nýjunginn frá Samsung í ár verður fellanlegur snjallsími sem hlotið hefur nafnið Galaxy Fold, en hægt verður að opna símann og breyta honum í 7,3 tommu spjaldtölvu. Skv. upplýsingum félagsins hafa Facebook, Youtube, Whatsapp og Microsoft Office nú þegar gert breytingar á hugbúnaði sínum til að nýta þá nýju möguleika sem Galaxy Fold býður upp á.

Samsung fullyrðir að ný tækni við gerð símans tryggi að hægt sé að fella síman sundur og saman hundruð þúsund sinnum án vandræða. Rafhlöður séu á báðum hliðum símans þannig að hægt verði að nota símann vandræðalaust tímunum saman. Þá séu sex myndavélar í símanum sem þýðir að hægt verði að taka myndir með bæði fram- og bak-myndavél sama hvernig síminn er brotin saman.

Galaxy fold verður settur í sölu þann 26, apríl næstkomandi og mun 4G útgáfan kosta tæpar 240 þúsund krónur. Dýrari útgáfa fyrir 5G komi einnig á markað síðar í ár. Ný handfrjálsbúnaður með bluetooth-tengingu mun fylgja með öllum nýjum símum Samsung en hægt verður að hlaða rafhlöður búnaðarins með því að leggja hann ofan á símann.

Samsung hefur verið leiðandi á snjallsímamarkaðinum um nokkurt skeið. Sölutölur frá síðasta ári gefa hins vegar til kynna að forskotið fari hratt minnkandi og binda stjórnendur félagsins vonir við að Galaxy S10 og Fold muni tryggja að Samsung verði áfram mest seldi snjallsími heims.