Hinn nýi Scenic hefur sankað að sér verðlaunum síðan hann kom á markað. Það kemur raunar ekki á óvart eftir að hafa prófað bílinn því hér er á ferðinni stórskemmtilegur og flottur fólksbíll sem vekur athygli. Bíllinn var meðal annars kjörinn Evrópubíll ársins 2024 á bílasýningunni í Genf fyrr á árinu. Þá var hann einnig valinn besti fjölskyldurafbíll ársins hjá TopGear.

Hönnunin á Scenic er mjög lagleg í alla staði. Útlitið er nútímalegt og töff. Renault hefur oft hannað fallega bíla og hér tekst hönnuðum franska bílaframleiðandans sérlega vel til. Bíllinn er smart og rennilegur í hönnun. LED ljósin að framan sem og afturljósin renna vel saman við yfirbyggingu bílsins.

Innanrýmið er mjög smart og nútímalegt. 12 tommu stafrænt mælaborð er þægilegt ásjónu og sömuleiðis 12 tommu snertiskjárinn. Stýrið er sportlegt og þægilegt. Takkinn neðst til hægri á stýrinu stjórnar akstursstillingum bílsins sem eru þónokkrar þannig að ökumaður getur valið á milli hvernig hann vill haga akstrinum.

Comfort og Sport eru uppáhaldsakstursstillingar mínar og í þessum bíl býður Sport stillingin upp á snarpari akstur en stýrið þyngist aðeins í leiðinni eðli málsins samkvæmt. Í Comfort er bíllinn mjög þægilegur í akstri og áreynslulaus. Flestir velja væntanlega þá stillingu nema maður vilji gefa aðeins meira í og finna fyrir sportlegri akstri, þá er engin spurning að velja Sport stillinguna. Og þetta er sannarlega bíll sem gaman er að aka nokkuð greitt eða alla vega eins hratt og mögulegt er því hann er sportlegur í alla staði.

Renault Scenic E-Tech

» Aflgjafi: 87 kWst rafhlaða

» Hestöfl: 220

» Tog: 300 Nm

» Drægni: 625 km

» Verð: Frá 8.290.000 kr

» Umboð: BL

Tvær rafhlöðuútfærslur í boði

Gírstöngin er á svolítið sérstökum stað bak við stýrið hægra megin. Hún venst samt furðu fljótt. Innanrýmið er mjög gott. Sætin eru góð og styðja vel við ökumann og farþega frammi í og aftur í er líka mjög gott fótapláss. 

Ekkert leður er notað í farþegarými Renault Scenic E-Tech, ekkert króm er á ytra byrði bílsins og rafhlaðan er úr endurunnum efnum enda leggur Renault áherslu á endurvinnanleg efni og lífræn efni úr plöntulífmassa.

Hönnunin á Scenic er mjög lagleg í alla staði.

Renault Scenic E-Tech er með tvær rafhlöður í boði 60 og 87 kWh rafhlöðu sem skila 170 og 220 hestöflum. Stærri rafhlaðan skilar bílnum 625 km drægni sem er ekkert smáræði.

Mjög góðir aksturseiginleikar

Akstureiginleikar bílsins eru mjög góðir. Bíllinn er mjög snarpur en samt mjúkur í öllum hreyfingum. Stýringin er góð og hann liggur nokkuð vel í beygjum. Veghljóð er lítið sem ekkert. Bíllinn er búinn nýju og fullkomnu afþreyingarkerfi sem stjórnað er á stórum margmiðlunar skjá, þar sem m.a. er að finna leiðsögn í rauntíma, raddstýringu og yfir 50 snjallforritum.

Farangursplássið er svo 545 lítrar og stækkanlegt með niðurfelldum aftur sætisbökum. Vert er að minnast á að aftursætisfarþegar geta tekið niður armpúða á milli aftursætanna en þar er að finna stillanlega glasahaldara sem einnig eru með festingu fyrir snjallsíma eða spjaldtölvu.

Tekið ýmsum breytingum í áranna rás

Þá er vert að minnast á Solar bay, nýstárlega panorama þakið úr gleri sem dökknar og lýsist, að hluta eða öllu leyti, eftir beiðni ökumanns eða farþega bílsins. Þetta er dálítið magnað dæmi sem ég hef ekki séð áður. Hægt er að stjórna panorama þakinu með hnappi eða með Google raddstýringu. Hita- og birtustýring er almennt auðveld í innanrýminu. Engar áhyggjur þar.

Gran coupé hönnunin á þessum 5 dyra bíl er ákveðin fagurfræði.

Áskrifendur geta lesið meira um Renault Scenic E-Tech hér.