Sextíu ára gamalt Macallan viskí sló sölumet síðustu helgi þegar það seldist fyrir rúmlega 2,2 milljónir punda á uppboði á Sotheby‘s í London. Fyrrum methafi uppboðshússins var önnur Macallan flaska frá 1926 sem seldist á 1,5 milljónir punda.

Hin umrædda Macallan-flaska er aðeins ein af 40 sem voru tappaðar árið 1986 úr Sherry hogshead-tunnu og var merkið hannað af ítalska listamanninum Valerio Adami.

Johnny Fowle hjá Sotheby‘s segir að helgin hafi verið tileinkuð viskíi og að salan væri ekkert annað en stórmerkilegur viðburður fyrir viskíiðnaðinn í heild sinni.

„Þessi sala fyrir Macallan Adami er mjög tilfinningarík fyrir mig, eftir að hafa unnið með eimingarverksmiðjunni til endurbæta og sannvotta þessa flösku og klára svo ferðina í ræðustólnum þar sem hún endaði á uppboði. Að slá svo niður hamarinn fyrir þetta nýja heimsmet í viskíheiminum er tilfinning sem ég mun aldrei gleyma,“ segir Johnny.

Kirsteen Campbell, viskísérfræðingur hjá Macallann sem tók þátt í ferlinu, segir að viskíið hafi ótrúlega djúpan karakter. „Það er ríkt með dökkum ávöxtum og er sætt með smá eikarbragði. Það er vissulega auðþekkjanlegur tónn þegar kemur að svona gömlu Macallan-viskíi.“