Frægustu söngkonur heims heilla milljónir aðdáenda sinna með tónlist og sviðsframkomu á tónleikum. Það er ekkert skrítið að þær þéni svimandi háar fjárhæðir fyrir tónlistina. Margar af frægustu söngkonum heims hafa mikla bíladellu og eiga flott safn af glæsikerrum. Hér eru 10 sjóðheitar söngkonur og ofurbílarnir þeirra.

Taylor Swift er vinsælasta söngkonan í tólistargeiranum í dag. Hún er leiðandi í dægurtónlist, þekkt fyrir góða lagasmíði, menningarleg áhrif og er með stóran aðdáendahóp að baki sér sem kalla sig Swifties. Söngkonan hefur innlimað allskonar tón- listarstefnur inn í tónlistina sína eins og kántrítónlist, popp, rokk og raftónlist. Taylor er með mjög miklar hlustanir á Spotify, ásamt öðrum streymisveitum, og þekktustu slagararnir eftir hana eru Cruel Summer, Fortnight, Shake it Off og Cardigan. Hún hefur unnið Grammy-verðlaunin 14 sinnum og er með fullt af öðrum verðlaunum í skápnum. Hún er fyrsti milljarðamæringur- inn með tónlist sem megin tekjulind. Það leynast skemmtilegir bílar í bílskúrnum hennar Taylor, sem dæmi má nefna Audi R8,
Mercedes Maybach S650 og bleikan Chevrolet Silverado. Hún á einnig gullfallegan Porsche 911 Turbo sem er útbúinn 3,8 lítra sex sílindra vél með tvöfaldri túrbínu. Sportbíllinn er með 500 hestafla vél og er í kringum 3 sekúndur frá 0-100 km/klst.

Dua Lipa er vinsæl söngkona og tónlistin hennar kemur öllum í stuð. Ferillinn hennar hefur verið farsæll en hún byrjaði fyrst sem módel áður en hún tók upp sönginn. Hún á fallegt safn af glæsilegum og eldheitum bílum, sem endurspegla hennar persónu. Í safninu má finna Porsche Taycan, Mercedes Benz G-Class og Jaguar F-Type. Sá glæsilegasti er Rolls Royce Ghost, en hann er útbúinn 6,75 lítra V12 vél með tvöfaldri túrbínu, sem framleiðir 563 hestöfl og er 4,3 sekúndur frá 0-100 km/klst.

Lady Gaga er ein áhrifamesta söngkonan í tónlistar- heiminum í dag. Hún er þekkt fyrir fjölbreytileika sinn í afþreyingarheiminum. Bílskúrinn hennar er fullur af fallegum og skemmtilegum bílum, en þar má finna 1970 Chevrolet El Camino, Porsche Boxster og Rolls Royce Phantom. Lamborghini Huracan LP 610-4 Coupe fær sviðsljósið, fallegur og hraðskreiður sportbíll með 5,2 lítra V10 vél og framleiðir 602 hestöfl. Bíllinn er 3,2 sek- úndur frá 0-100 km/klst.

Bandaríska söngkonan Beyoncé hefur haft mikil áhrif á tónlistarheiminn. Hún er þekkt fyrir sína góðu raddbeitingu, fjölhæfni í tónlist og framkomu á sviði. Söngkonan komst fyrst á kortið árið 1997 með hljómsveitinni Destiny’s Child og hætti svo árið 2002 til að byrja sinn eigin feril. Fyrsta platan henn- ar, Dangerously in Love, sem kom út árið 2003, varð ein mest selda plata 21. aldar. Beyoncé hefur hættulega mikinn áhuga á bílum og á skemmtilegt bíla- safn. Þar má finna bæði glæsilega lúxus og hraðskreiða vagna eins og Cadillac Escalade, Mercedes Benz Sprinter Limousine, 1959 Rolls Royce Silver Cloud II og Mercedes Benz McLaren SLR. Aðalbíllinn er Ferrari 458 Italia, sem er talinn af mörgum flottasti Ferrari bíllinn. Sportbíllinn ítalski er búinn V8 vél, 562 hestöflum og er 3,4 sekúndur frá 0-100 km/klst.

Hin bandaríska Billie Eilish er gríðarlega vinsæl í tón- listarheiminum í dag. Hún byrjaði ferilinn ung og gaf út fyrsta lagið sitt, Ocean Eyes, árið 2015 aðeins 13 ára göm- ul. Billie á flott safn af glæsilegum og þar má nefna Dodge Challenger SRT Hellcat, McLaren 600LT og hógværan Mazda 5, sem var fyrsti bíllinn hennar. Sá fallegasti og hraðskreiðasti bíllinn hennar er Koenigsegg Agera RS,
útbúinn 5,0 lítra V8 vél með tvöfaldri túrbínu, sem fram- leiðir 1160 hestöfl. Hámarkshraði bílsins er í kringum 447 km/klst og er undir 3 sekúndur frá 0-100 km/klst.

Breska söngkonan Adele er þekkt fyrir tilkomumikla rödd, frábæra textasmíð og ógleymanleg lög. Söngkonan hefur unnið 16 Grammy-verðlaun og ein Óskarsverðlaun á ferlinum. Adele og bílarnir hennar eiga það sam- eiginlegt að vera glæsileg. Í bílskúrnum hennar má m.a. finna Mercedes Maybach S-Class, Range Rover Vogue og Porsche Macan. Bentley Continental GT er dýrasti bíll- inn í safninu, en undir vélarhlífinni má finna 5,0 lítra V8 vél með túrbínu, sem framleiðir 542 hestöfl og er í kring- um 4 sekúndur frá 0-100 km/klst.

Söngkonan Madonna, betur þekkt sem drottning popptón- listarinnar, hefur haft mikil áhrif á tónlistarbransann í gegnum áratugina. Í bílskúrnum hennar má finna Cadillac Escalade ESV, Mercedes Benz G63 AMG og Maybach 62S, sem er dýrasti bíllinn hennar. Mesti töffarabíllinn er Dodge Challenger SRT Hellcat. Undir vélarhlífinni má finna 6,2
lítra V8 vél með túrbínu og 797 hestöfl. Bíllinn er 3,5 sek- úndur frá 0-100 km/klst.

Söng- og leikkonan Ariana Grande er táknmynd dægur- menningarinnar og mjög áhrifarík í popptónlistinni. Ferill hennar byrjaði þegar hún var unglingur og hún sló í gegn í Nickelodeon þáttunum Victorious frá 2010-2013. Fyrstu
tvær plöturnar sem hún gaf út urðu vinsælar en þriðja plat- an, Dangerous Woman, sem kom út árið 2016, sló algjörlega í gegn. Söngkonan á skemmtilegt safn af bílum en hún virð- ist vera hrifin af þýska lúxusbílamerkinu Mercedes-Benz. Hún á m.a. Mercedes Benz E-Class og Mercedes AMG G63 auk Range Rover Vogue. Dýrasti bíllinn í dótakassanum hennar er Mercedes Maybach S600, útbúinn kraftmikilli V12 vél með tvöfaldri túrbínu og framleiðir 523 hestöfl.

Rihanna er heimsklassa tónlistarkona og ein af áhrifamestu söngkonum okkar tíma. Vinsælasta lagið á þriðju plötu hennar, sem olli straumhvörfum á ferli hennar, var Umbrella sem sat á toppnum á Billboard Hot 100 listanum í Bandaríkjunum og hún fékk Grammy-verðlaun fyrir lagið. Rihanna hefur gefið út fullt af góðum lögum eins og We Found Love, Love on the Brain og What’s My Name. Rihanna elskar flotta bíla og dótakassinn hennar er fullur af þeim. Hún á m.a. Porsche 997 Turbo, Rolls-
Royce Cullinan og Maybach 57S. Mercedes SLR McLaren Stirling Moss bíllinn hennar fær sviðsljósið en það eru ekki margir slíkir til. Bíllinn er útbúinn 5,4 lítra V8 vél með túrbínu, framleiðir 650 hestöfl og er 3,5 sekúndur frá 0-100 km/klst.

Alicia Keys er bandarísk söngkona og klassískur píanisti, en hún byrjaði að semja tónlist þegar hún var 12 ára. Hún skrif- aði undir fyrsta samninginn hjá Columbia Records 15 ára gömul. H Söngkonan á rosalegt safn af bílum og fullt af gull- fallegum, sportlegum og einstökum kerrum. Það er erfitt
að nefna einungis nokkra en í bílskúrnum má finna Lotus Evora GT Coupe, BMW i8, Ferrari F8 Triburo og Mercedes Maybach S680, hannaður af Virgil Abloh. Margir flottir bíl- ar hafa verið upptaldir, en sá bíll hennar sem fær sviðsljós- ið á það alveg skilið. Það er 2021 Mercedes-AMG GT Black Series Project 1 Edition sem er að öðrum ólöstuðum flott- asti og dýrasti bíllinn í safninu hennar. Bíllinn er útbúinn 4,0 lítra V8 vél með tvöfalda túrbínu, hann er 720 hestöfl og er um 3 sekúndur frá 0-100 km/klst.