Epíska stórmyndin Megalopolis fékk skell í bíóhúsum í Bandaríkjunum og Kanada og helgina.

Epíska stórmyndin Megalopolis fékk skell í bíóhúsum í Bandaríkjunum og Kanada og helgina.

Myndinni er leikstýrt af Francis Ford Coppola, sem einnig skrifaði handritið. Coppola, sem er orðinn 85 ára gamall, er án vafa frægastur fyrir myndirnar um Guðföðurinn og Apocalypse Now.

Gagnrýnendur og biðu því með nokkurri eftirvæntingu eftir Megalopolis enda líklega síðasta mynd leikstjórans. Myndin hefur fengið falleinkunn hjá flestum gagnrýnendum og virðist ætla að fá slíka einkunn líka hjá almenningi því hún var einungis sjötta mest sótta myndin vestra um helgina.

Fyrsta sýningarhelgin skilaði einungis 4 milljónum dollara í kassann en myndin kostaði um 130 milljónir dollara í framleiðslu.