Fram­kvæmdasýslan - Ríkis­eignir (FSRE) hefur sett alla hús­eignina að Suður­götu 26 í 101 Reykja­vík, Skóla­bæ, á sölu.

Ásett verð er 465 milljónir króna en eigninni fylgir friðað bárujárnsklætt timbur­hús sem er hinn gamli Skóla­bær. Sam­kvæmt fast­eigna­aug­lýsingu þarfnast húsið alls­herjar endur­nýjunar en aðeins ytra byrði er friðað.

Suður­gata 26 ásamt bílskúr er skráð sem 406,7 fm en af því er íbúðarrými 385,3 fm og sér­stæður bílskúr 21,4 fm.

Um er að ræða stein­steypt ein­býlis­hús byggt árið 1928 á rúm­góðri eignar­lóð með fal­legum grónum garði og steyptri girðingu með­fram allri lóðinni.

Raf­drifin bílskúrs­hurð er á bílskúr og einka­bíla­bílastæði fyrir framan. Sérsmíðuð hvítlökkuð járn­hlið eru við inn­ganga og raf­drifið við bílskúrs­inn­keyrslu.

Ágætis útsýni í átt að Hallgrímskirkju.

„Húsið var hannað af Guðjóni Samúels­syni og Hjálmari Sveins­syni og er hið gæsi­legasta á besta stað í Reykja­vík og var á tíma nýtt af kana­díska sendiráðinu fyrir sendi­herra. Í upp­hafi var húsið nýtt fyrir skóla­skrif­stofur Reykja­víkur­borgar og síðar Mennta­málaráðu­neytið en breytt í ein­býlis­hús árið 2006,“ segir í fast­eigna­aug­lýsingu.

Gamli Skóla­bær var eitt af fyrstu húsunum sem voru reist til að hýsa al­menna skóla­starf­semi í borginni.

Húsið var upp­haf­lega byggt sem barna­skóli og var lengi í notkun fyrir skóla- og mennta­starf­semi áður en byggingunni var breytt í íbúðar­húsnæði.

Húsið er eitt af eldri húsum Reykja­víkur og hefur mikið sögu­legt gildi, bæði vegna aldurs síns og hlut­verks í menntasögu borgarinnar.

Viðarparket er á öllum gólfum nema í risi og á votrýmum eru flísar.

Húsið hefur fengið gott viðhald og lítur vel út að utan og innan. Farið var í viðhalds­fram­kvæmdir að utan árið 2021 og alls­herjar fram­kvæmdir að innan og utan árin 2011/2012

Nánari lýsing:

  1. hæðin er skráð 115,1 fm. en grunn­flötur hússins er 123,8 fm. Hæðin skiptist í for­stofu, þrjár stórar stofur, hol með fata­skápum eld­hús og baðher­bergi með walk inn sturtu.  Fal­legar renni­hurðar eru á milli stofa. Tveir flísa­lagðir inn­gangar eru inn á hæðina og býður upp á að gera sér íbúð. Veg­legur teppa­lagður tré­stigi er á milli hæða.
  2. hæðin er skráð 96,9 fm. og eru tvö baðher­bergi á hæðinni. Hæðin skiptist í rúm­gott eld­hús þar sem gengið er út á vestur­svalir, stofu og hjóna­svítu með góðum fata­skápum, stóru flísalögðu baðher­bergi inn­af þar sem bæði er bað­ og walk inn sturta. Úr her­berginu er gengið út á boga­dregnar svalir með útsýni yfir tjörnina, Hall­gríms­kirkju og miðbæinn. Renni­hurð er á milli rýma. Einnig er flísa­lagt baðher­bergi inn af stofu með walk inn sturtu.

Ris er skráð 49,5 fm og töluvert undir súð. Gólf eru teppalögð, 2 rúmgóð herbergi og flíslögð snyrting án sturtu.

Kjallari er skráður 123,8 fm að stærð og er sér inngangur inn í lítið niðurgrafna 3ja herbergja íbúð með viðarparketi.

Þar er flísalagt baðherbergi, eldhús og eitt herbergi. Útsýni er úr bogadreginni stofu. Stórt rými er innaf íbúð sem væri möguleiki á að nýta betur. Þar er þvottahús, allar lagnir og geymslur.