Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE) hefur sett alla húseignina að Suðurgötu 26 í 101 Reykjavík, Skólabæ, á sölu.
Ásett verð er 465 milljónir króna en eigninni fylgir friðað bárujárnsklætt timburhús sem er hinn gamli Skólabær. Samkvæmt fasteignaauglýsingu þarfnast húsið allsherjar endurnýjunar en aðeins ytra byrði er friðað.
Suðurgata 26 ásamt bílskúr er skráð sem 406,7 fm en af því er íbúðarrými 385,3 fm og sérstæður bílskúr 21,4 fm.
Um er að ræða steinsteypt einbýlishús byggt árið 1928 á rúmgóðri eignarlóð með fallegum grónum garði og steyptri girðingu meðfram allri lóðinni.
Rafdrifin bílskúrshurð er á bílskúr og einkabílabílastæði fyrir framan. Sérsmíðuð hvítlökkuð járnhlið eru við innganga og rafdrifið við bílskúrsinnkeyrslu.
„Húsið var hannað af Guðjóni Samúelssyni og Hjálmari Sveinssyni og er hið gæsilegasta á besta stað í Reykjavík og var á tíma nýtt af kanadíska sendiráðinu fyrir sendiherra. Í upphafi var húsið nýtt fyrir skólaskrifstofur Reykjavíkurborgar og síðar Menntamálaráðuneytið en breytt í einbýlishús árið 2006,“ segir í fasteignaauglýsingu.
Gamli Skólabær var eitt af fyrstu húsunum sem voru reist til að hýsa almenna skólastarfsemi í borginni.
Húsið var upphaflega byggt sem barnaskóli og var lengi í notkun fyrir skóla- og menntastarfsemi áður en byggingunni var breytt í íbúðarhúsnæði.
Húsið er eitt af eldri húsum Reykjavíkur og hefur mikið sögulegt gildi, bæði vegna aldurs síns og hlutverks í menntasögu borgarinnar.
Viðarparket er á öllum gólfum nema í risi og á votrýmum eru flísar.
Húsið hefur fengið gott viðhald og lítur vel út að utan og innan. Farið var í viðhaldsframkvæmdir að utan árið 2021 og allsherjar framkvæmdir að innan og utan árin 2011/2012
Nánari lýsing:
- hæðin er skráð 115,1 fm. en grunnflötur hússins er 123,8 fm. Hæðin skiptist í forstofu, þrjár stórar stofur, hol með fataskápum eldhús og baðherbergi með walk inn sturtu. Fallegar rennihurðar eru á milli stofa. Tveir flísalagðir inngangar eru inn á hæðina og býður upp á að gera sér íbúð. Veglegur teppalagður tréstigi er á milli hæða.
- hæðin er skráð 96,9 fm. og eru tvö baðherbergi á hæðinni. Hæðin skiptist í rúmgott eldhús þar sem gengið er út á vestursvalir, stofu og hjónasvítu með góðum fataskápum, stóru flísalögðu baðherbergi innaf þar sem bæði er bað og walk inn sturta. Úr herberginu er gengið út á bogadregnar svalir með útsýni yfir tjörnina, Hallgrímskirkju og miðbæinn. Rennihurð er á milli rýma. Einnig er flísalagt baðherbergi inn af stofu með walk inn sturtu.
Ris er skráð 49,5 fm og töluvert undir súð. Gólf eru teppalögð, 2 rúmgóð herbergi og flíslögð snyrting án sturtu.
Kjallari er skráður 123,8 fm að stærð og er sér inngangur inn í lítið niðurgrafna 3ja herbergja íbúð með viðarparketi.
Þar er flísalagt baðherbergi, eldhús og eitt herbergi. Útsýni er úr bogadreginni stofu. Stórt rými er innaf íbúð sem væri möguleiki á að nýta betur. Þar er þvottahús, allar lagnir og geymslur.